Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 8
EYSTEINN ÞORVALDSSON margvíslegu svið mannlegra umsvifa og ekkert minna en alheimurinn er í sjónmáli. Fyrsta ljóð Stefáns Harðar af þessu tagi er Vorsáningí fyrstu ljóðabók hans, Glugginn snýr í norður 19462; það er ort í heimsstyrjöldinni og ber þess glögg merki. í því er fjallað um hefðbundna sáningu og yrkju jarðarinnar en einnig um nýstárlega „sáðför“ eyðileggingar sem er þáttur í stríðsrekstrinum og skelfir lífverurnar: Er gandveg bláan geysist fýlking ör með gljáðra vængja súg, hvern bjartan tón frá hörpu vorsins hefúr gnýrinn kæft og hvert eitt jarðdýr fælist slíka sjón og uggir um sín kjör. Og þessi gnýjandi flygildi dreifa í loftárásum dökku fræi sínu yfir borgir og gróðurlendi. Og jörðin drekkur beiskt og eldheitt blóð og byltist afskræmd, svívirt, hulin reyk, í örvæni um grið. í lok ljóðsins er spurt um uppskeruna eftir þessa sáningu. Hvað tekur við eftir hervirki og manndráp stríðsins? Eyðing lífs og náttúru er svívirðilegust í styrjöldum þar sem markmiðið er að tortíma manninum sjálfum. Um slíkt athæfi hefur Stefán Hörður ort fleiri áhrifamikil ljóð með skýru og knöppu myndmáli, s.s. Stríð í Svartálfadansi og Síðdegi (um Víetnamstríðið) í Hlið- inni á sléttunni. Og í þessari síðastnefndu bók hefjast Ijóð skáldsins sem eru hvað nútíma- legust um hinn vistffæðilega vanda sem maðurinn hefur skapað með ásókn sinni í auðæfi og völd og til að sýna mátt sinn og dýrð. í ljóðinu Eindagar er Stefán ómyrkur í máli: Maðurinn getur bráðum hætt að spegla sig í augum rakkans. Yfirburðir hans verða ekki lengur vefengdir og ríkidæmi hans vex stöðugt. Hann er þegar orðinn skæðasta meindýr jarðar. Vegna örrar tímgunar sinnar er hann að eyða öllu lifandi og dauðu á láði í lofti og legi. 6 TMM 1997:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.