Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 9
FRAMHJÁ ÞÖGNUÐUHOLTUM Jafnvel sýklana sem hann elur í daunillum líkömum sínum er hann farinn að senda til stjarnanna. Engu er líkara en að skáldið hrökkvi sjálft við eftir þennan reiðilestur sem er óvenju beinskeyttur af þess hálfu. Hið ljóðræna ástarskáld minnist hugn- anlegri yrkisefna sem gefa lífinu gildi meðan heimur stendur. Ljóðinu lýkur svo: Fyrirgefið mér guðir þessar jórtruðu tuggur vikublaðanna. Lofið varir ljóðið og ástina fram á yztu nöf. Þetta ljóð er óþyrmileg áminning um raunverulega framkvæmd mann- skepnunnar á boðum guðs til fyrstu mannanna. Hún hefur vissulega marg- faldast og ekki einungis uppfyllt jörðina heldur yfirfýllt hana; hið risavaxna vistfræðivandamál, offjölgun mannkyns, leiðir yfir það ósegjanlegar þján- ingar og ógnar öllu lífi á jörðinni. Og þetta verður ekki stöðvað; svo sterk eru þau öfl, bæði félagsleg og trúarleg, sem vinna gegn takmörkun á offjölgun. Af trúarástæðum vilja sumir alls ekki brjóta gegn boði þessa guðs. En meginorsök vandamálsins er auðvitað fátækt, fáfræði og félagslegt öryggis- leysi í stórum hlutum heims. í ljóðinu er einnig með napurri íroníu minnt á „yfirburði" mannsins og „ríkidæmi“. Hann hefur sannarlega gengið ötul- lega fram í því að gera jörðina sér undirgefna, sem var hið frórna boð Guðs en hefur leitt til þess sem Guð sá ekki fyrir: vistkreppunnar, eyðingar og mengunar lífríkisins. Allt annar blær er á prósaljóðinu Þegar ekið er, hljóðlátur en áleitinn: Þegar ekið er eins og leið liggur uppúr dalnum og komið er framhjá Þögnuðuholtum verður mörgum litið í bakspegilinn. Um það er ekkert nema gott eitt að segja. En þetta hefur alltaf farið lágt. (Farvegir) Hér er stefnt saman myndum nútíðar og fortíðar eins og Stefán Hörður gerir víðar, t.d. í ljóðinu Bifreiðin sem nemur staðar hjá rjóðrinu (Svartálfadans). Örnefnið Þögnuðuholt gefur til kynna eydda skóga þar sem fuglasöngur og önnur náttúruhljóð eru þögnuð og þar er núna einmitt „holt“ í nútímamerk- ingu orðsins (grýtt og lítt gróin hæð) en ekki skógur eins og orðið merkti áður fyrr.3 í ljóði Stefáns Harðar vaknar minningin um hina þögnuðu skóga TMM 1997:4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.