Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 9
FRAMHJÁ ÞÖGNUÐUHOLTUM
Jafnvel sýklana sem hann elur
í daunillum líkömum sínum
er hann farinn að senda til stjarnanna.
Engu er líkara en að skáldið hrökkvi sjálft við eftir þennan reiðilestur sem
er óvenju beinskeyttur af þess hálfu. Hið ljóðræna ástarskáld minnist hugn-
anlegri yrkisefna sem gefa lífinu gildi meðan heimur stendur. Ljóðinu lýkur
svo:
Fyrirgefið mér guðir þessar jórtruðu tuggur
vikublaðanna.
Lofið varir ljóðið og ástina
fram á yztu nöf.
Þetta ljóð er óþyrmileg áminning um raunverulega framkvæmd mann-
skepnunnar á boðum guðs til fyrstu mannanna. Hún hefur vissulega marg-
faldast og ekki einungis uppfyllt jörðina heldur yfirfýllt hana; hið risavaxna
vistfræðivandamál, offjölgun mannkyns, leiðir yfir það ósegjanlegar þján-
ingar og ógnar öllu lífi á jörðinni. Og þetta verður ekki stöðvað; svo sterk eru
þau öfl, bæði félagsleg og trúarleg, sem vinna gegn takmörkun á offjölgun.
Af trúarástæðum vilja sumir alls ekki brjóta gegn boði þessa guðs. En
meginorsök vandamálsins er auðvitað fátækt, fáfræði og félagslegt öryggis-
leysi í stórum hlutum heims. í ljóðinu er einnig með napurri íroníu minnt
á „yfirburði" mannsins og „ríkidæmi“. Hann hefur sannarlega gengið ötul-
lega fram í því að gera jörðina sér undirgefna, sem var hið frórna boð Guðs
en hefur leitt til þess sem Guð sá ekki fyrir: vistkreppunnar, eyðingar og
mengunar lífríkisins.
Allt annar blær er á prósaljóðinu Þegar ekið er, hljóðlátur en áleitinn:
Þegar ekið er eins og leið liggur uppúr dalnum og komið er framhjá
Þögnuðuholtum verður mörgum litið í bakspegilinn. Um það er
ekkert nema gott eitt að segja. En þetta hefur alltaf farið lágt.
(Farvegir)
Hér er stefnt saman myndum nútíðar og fortíðar eins og Stefán Hörður gerir
víðar, t.d. í ljóðinu Bifreiðin sem nemur staðar hjá rjóðrinu (Svartálfadans).
Örnefnið Þögnuðuholt gefur til kynna eydda skóga þar sem fuglasöngur og
önnur náttúruhljóð eru þögnuð og þar er núna einmitt „holt“ í nútímamerk-
ingu orðsins (grýtt og lítt gróin hæð) en ekki skógur eins og orðið merkti
áður fyrr.3 í ljóði Stefáns Harðar vaknar minningin um hina þögnuðu skóga
TMM 1997:4
7