Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 10
EYSTEINN ÞORVALDSSON
þegar litið er í bakspegilinn til fortíðar. Fólk hugsar margt en talar fátt um
þessi afdrif náttúruríkisins.
Þessum nöturlega stað eyðingar og dauða er nánar lýst í næstu ljóðabók
Stefáns Harðar, „Tengslum“, en þar heitir eitt ljóðið einmitt Þögnuðuholt
Þegar þú gengur núna
þessar beru klappir
þessar urðir og blásnu mela
sérðu nögur þínar
þar sem þú gengur
við hljóðnaðan fuglasöng
horfna stíga meðal ljósra
birkistofha í liðnum ilmi
skógar sem féll
svo að þú fengir lifað
sem ert á góðri leið
með að brenna allt sem fram undan er
og allar brýr að baki
Líkt og í Eindögum bregður skáldið sér í annan ham eftir svo beinskeytta
ádrepu. Ljóðinu lýkur þannig:
svo að skelfmgu þinni lostin
stígur engilsmynd þín upp úr lindinni
og rífur ímyndun þína á hol
Nú þekkjumst við bræðrungar
þeysandi á læmingjum
og hvorugur hefur farið úr skónum
Hvasst fyrir tungl
Læmingjarnir minna á að svið ljóðsins nær út fýrir ísland. Þeir eru ekki
beinlínis virðulegir reiðskjótar en hæfa mönnunum sem með athæfi sínu
virðast haldnir sömu sjálfseyðingarhvöt og þessi sérkennilegu nagdýr. Vísun
í Narkissos-sögnina grísku notar skáldið til að minna á sjálfsdýrkun manns-
ins en hún á eftir að koma honum í koll. Hin engilfagra mynd í lindarspegl-
inum rís upp, lostin eigin skelfmgu mannsins, og við sem höfum vaðið yfir
allt á skítugum skónum finnum þá óþyrmilega fyrir blekkingunni. Og það
er illt í efni, vá fyrir dyrum, þegar hvessir fyrir tungl svo sem þjóðtrúin kennir
okkur, vindar í háloftunum og hratt skýjafar; einkum var slík veðurspádóms-
lýsing notuð í máli sjómanna.
Af svipuðum toga og Eindagar er ljóðið Mögn en þar er maðurinn
auðkenndur sem dýr þóttans og dýr vopnsins. í raun er þetta þóttafulla,
8
TMM 1997:4