Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 11
FRAMHJÁ ÞÖGNUÐUHOLTUM vopnaða dýr á flótta og ofurselt ótta og hatri. Hér er harkalega deilt á drottnunargirni mannsins og yfirgang. Þótt ekki sé beinlínis minnst á um- hverfisvandann þá er hann orsök þess haturs og sjálfshaturs sem maðurinn hefur áunnið sér með grægði sinni. Augnatóttirnar eru tákn dauðans og maðurinn sér sinn eigin ótta, hatur og dauða ef hann svipast um: afleiðingu gerða sinna. Sökin nagar samviskuna: Verði þér dýri þóttans litazt um, hvarvetna sérðu augnatóttir fýlltar svörtu hatri reka flótta þinn. Dýr vopnsins! Þær eru þú og ótti þinn og hatur. (Yfir heiðan morgun) Nóvembermorgunn er sérstæð ádeila á mengun tækninnar og þung áminning um afleiðingarnar. Heildarmyndin er svart-hvít og hugblærinn drungalegur. Ljóðið hefst á morgunþögn sem er þrungin uggvænlegum, ítrekuðum grun. Vængjatakið er einungis grunað og vísast að það verði aldrei raunverulegt því að landið gæti verið sokkið og fuglinn enda ófleygur. En þessi kyrrð uggs og snjókomu er rofin af öflugu skriðdýri tækninnar sem sundrar snjóhvít- unni og við tekur svarthol sem getur vísað bæði til útblástursmengunar bílsins í snjókyrrðinni og til áhrifa tæknimengunar í alheimi (enda staðar- ákvörðunin lausleg). Ljóðinu lýkur, eins og sumum öðrum ljóðum Stefáns Harðar, með torræðum táknmyndum. Hinn ófleygi fugl gæti verið sjálfur maðurinn, mannkynið, og minningarhof hans geymir væntanlega arfleifð hans. Hin austurlenska sorg er hvít og á minningu mannkyns fellur hvítur sorgarsnjór. Morgunn þögull sem grunað vængjatak yfir gruni um sokkið land unz utan úr logndrífunni maður nokkur ekur bíl á negldum hjólbörðum og með fullkomnum ljósabúnaði inn í eitt svartholið enn - sem tilheyrir alheimi samkvæmt lauslegri staðarákvörðun Á minningarhof ófleyga fuglsins hefur fallið austurlenzk sorg (Tengsl) TMM 1997:4 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.