Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 12
EYSTEINN ÞORVALDSSON
Mun kaldhæðnari geðblær er í Ijóðinu Brunnklukkan slceren þar er skopast
að þeirri sýndarmennsku sem oft einkennir tilburði manna til að draga úr
menguninni sem fylgir tækniafrekum og sókn í ríkidæmi og munað. Viðvör-
un endurspeglast þegar í orðaleiknum í nafni ljóðsins. Ljóðmyndin er í fyrstu
af borturnum og olíubrunnum þar sem leitað er að líkum og þeim dælt upp
í formi olíu. í seinni hlutanum gæti virst að miðinn með hinni kurteislegu
ábendingu sé festur á bílrúðu. En síðan er hræsnin afhjúpuð með óvæntri
og meinfyndinni vísun í hinn kunna sagnadans um Ólaf liljurós. í vikivak-
anum er þetta dulúðug náttúrumynd en hér er hún látin tákna eitraðan
útblástur afturundan bílnum. Reyndar er ekki víst að hér sé um bíl að ræða
því að víða þykjast menn hamla gegn mengun en gefa annarri og geigvæn-
legri eitrun lausan taum annarsstaðar á sama tíma:
Þar sem uxu engin fjöll
var einsætt að reisa turna.
Og leita líka.
Og leita líka.
Festa miðann á framrúðuna
Við forðumst reykingar hér.
„Blíðan lagði byrinn undan"
(Tengsl)
I ljóði sem heitir Söngur leðurblökunnar er einnig snörp ádeila á mengun
bílanna. Ljóðið, sem er þrjú erindi, hefst með nöturlegri stórborgarmynd:
Lestir líkbrennsluofna á fjórum hjólum
silast um stræti,
djúp gljúfur milli háhýsa.
(Yfir heiðan morgun)
Háðslega er dreginn ff am tvískinnungur mannsins sem amast við bíl náung-
ans: „Það ætti að banna þessa gömlu skrjóða“ en sljóu bílafólki veifa lauf-
lausar trjágreinar meðfram hraðbrautum í lok ljóðsins.
Náðarmeðulin er eflaust fyrst og fremst þjóðfélagsleg ádeila með sjónar-
svið yfir heim allan; froðusnökkum auðs og valds er sagt til syndanna.
Snakkur er sú galdraskepna sem óráðvandir menn í þjóðsögum nota til að
sjúga málnytupening annarra. Þesskonar þýfi þykjast valdsmenn miðla sem
náðarkorni til fólks en þetta er svikið korn, ösnurnar í högum peningaguðs-
ins eru enda geldar, og auk þess er kornið eitrað þar eð viðbitið, sem á að
hafa með þurrmetinu, er ekki annað en marklaust tal, froðusnakk ráða-
10
TMM 1997:4