Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 20
Atli Heimir Sveinsson Listamannslíf Hugleiðingar um nútíð og fortíð 1 Þetta eru hugleiðingar sem sótt hafa á hugann undanfarið þegar ég lít yfir farinn veg. Einhvers konar bráðabirgðaniðurstaða af reynslu síðustu 35 ára. Spurningarnar sem ég hef velt fyrir mér, oft og óskipulega, eru t.d. þessar: Hver er staða tónlistar í dag? Hvað hefur gerst síðan árið 1950? Hvert stefnir? Hvað gerðist í gamla daga? Þessar spurningar eru viðamiklar og ekki mögu- legt að svara þeim í stuttu máli. Þær ramma inn það, sem hér fer á eftir. Ég er ekki hlutlaus, kæri mig ekki um að vera það, og get það sennilega ekki; allt er hér mótað af persónulegum smekk mínum og skoðunum. 2 Mín kynslóð var sú fyrsta sem hafði aðgang að allri tónlistarsögunni. Með nýrri tækni, prents og hljóðritunar, ásamt rannsóknum, varð öll fortíðin í tónlist aðgengileg fyrir almenning. Þetta breytti allri afstöðu sumra tón- skálda. Breiðskífutíminn hófst um 1950, og hæfæið fór sigurför um heiminn. Fjarskiptatækni gerði líka mögulegt að yfirvinna fjarlægðir, heimurinn varð að heimsþorpi. Það var unnt að fylgjast með nýjungum hvar sem var í heiminum jafnóðum og þær áttu sér stað. Merkilega tónleika í New York mátti heyra viku síðar, eða samtímis í Köln, annað hvort af segulbandi eða í útvarpi. Þetta var nýtt og spennandi þegar ég var ungur, en þykir sjálfsagt núna. Þetta tvennt mótaði hugsun og viðhorf minnar kynslóðar öðru fremur. Og menn brugðust við á ýmsan hátt. Hlutverk tónlistar og annarra listgreina breytist með gerð samfélagsins. í fyrndinni var tónlistin kennd við galdur og trúarbrögð. Svo varð hún skrautleg umgjörð um alræðisvaldið, endurvarp þess, eins og á barokktím- anum. Nú er hún fjölföldun, endurtekning og endurgerð. Allt mótar þetta gerð hennar, áferð og uppbyggingu: galdurinn, umgjörðin og fjölmengunin. 18 TMM 1997:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.