Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 20
Atli Heimir Sveinsson
Listamannslíf
Hugleiðingar um nútíð og fortíð
1
Þetta eru hugleiðingar sem sótt hafa á hugann undanfarið þegar ég lít yfir
farinn veg. Einhvers konar bráðabirgðaniðurstaða af reynslu síðustu 35 ára.
Spurningarnar sem ég hef velt fyrir mér, oft og óskipulega, eru t.d. þessar:
Hver er staða tónlistar í dag? Hvað hefur gerst síðan árið 1950? Hvert stefnir?
Hvað gerðist í gamla daga? Þessar spurningar eru viðamiklar og ekki mögu-
legt að svara þeim í stuttu máli. Þær ramma inn það, sem hér fer á eftir. Ég
er ekki hlutlaus, kæri mig ekki um að vera það, og get það sennilega ekki; allt
er hér mótað af persónulegum smekk mínum og skoðunum.
2
Mín kynslóð var sú fyrsta sem hafði aðgang að allri tónlistarsögunni. Með
nýrri tækni, prents og hljóðritunar, ásamt rannsóknum, varð öll fortíðin í
tónlist aðgengileg fyrir almenning. Þetta breytti allri afstöðu sumra tón-
skálda. Breiðskífutíminn hófst um 1950, og hæfæið fór sigurför um heiminn.
Fjarskiptatækni gerði líka mögulegt að yfirvinna fjarlægðir, heimurinn
varð að heimsþorpi. Það var unnt að fylgjast með nýjungum hvar sem var í
heiminum jafnóðum og þær áttu sér stað. Merkilega tónleika í New York
mátti heyra viku síðar, eða samtímis í Köln, annað hvort af segulbandi eða í
útvarpi. Þetta var nýtt og spennandi þegar ég var ungur, en þykir sjálfsagt
núna.
Þetta tvennt mótaði hugsun og viðhorf minnar kynslóðar öðru fremur.
Og menn brugðust við á ýmsan hátt.
Hlutverk tónlistar og annarra listgreina breytist með gerð samfélagsins. í
fyrndinni var tónlistin kennd við galdur og trúarbrögð. Svo varð hún
skrautleg umgjörð um alræðisvaldið, endurvarp þess, eins og á barokktím-
anum. Nú er hún fjölföldun, endurtekning og endurgerð. Allt mótar þetta
gerð hennar, áferð og uppbyggingu: galdurinn, umgjörðin og fjölmengunin.
18
TMM 1997:4