Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 25
LIST AMANNSLÍF heildarinnar. Mér fannst hún vera hljómur og þögn i senn. Kannski hljóm- andi þögn eða þögull hljómur. Einn tónn vekur eftirvæntingu, næsti á eftir minningu - milli þeirra er tónlistin sjálf segir þýska tónskáldið Wolfgang Rihm. 6 Mikið af hugsunarhætti seríalismans situr í mér, þó ég hafi ekki notað altæka röðunartækni síðan í tónsmíðaæfingum á námsárunum, og tólftón ekki síðan ég var 18 ára í gagnlegum tónsmíðatímum hjá Jóni Nordal. Ég hef aðallega spunnið í tónsmíðum mínum í gegnum árin, treyst á hugdettur, hugmynda- flug, næmi, heppni og innsæi. Ég sem ekki eftir neinum sérstökum aðferð- um.Fyrst kemur verkið, síðan teórían. Það er erfitt að flokka mín verk. Kannski komst Leifur Þórarinsson næst því í einhverri gagnrýni, en hann taldi mig vera þýskan expressjónista. Ég held að það geti verið rétt skilgreining. Ég hef oft pælt í teóríu, en aldrei skrifað neitt um slíka hluti. Þjóðverjar þurfa margir að burðast með mikið teoríubákn, samanber Schönberg og Stockhausen. Raunar Wagner líka. Ég hef aldrei viljað kerfisbinda neitt í músik þó ég sé teórítískur. Ég vil vera eins og Debussy, sem aldrei skrifaði neitt um teoríu, en er mjög teorítískur í verkum sínum. Á mínum ferli hafa komið fram nýjar stefnur og hugtök eins og mínimal- ismi, póstmódernismi og svo hafa tölvurnar haldið innreið sína í tónsköpun. Hugtakið mínímalismi er dálítið villandi. Það hefur löngum þótt dyggð að gera mikið úr litlu, fara vel með efniviðinn. Þetta var vinnuregla Bachs og síðar annarra, sem unnu stór verk úr litlum frumum, allt frá Beethoven til Schönbergs. En mínímalismi nútímans er líka kallaður endurtekningatón- list. Lítill efniviður er síendurtekinn, stundum með smávægilegum tilbrigð- um, og breytingar ferlisins eru mjög hægar. Þegar margir slíkir efnisþættir fléttast saman geta orðið til einkennileg mynstur og framvinda verksins er mikil slómósjón. Mér fannst þetta hrífandi í fýrstu verkum Terry Rileys, Steve Reichs, Phil Glass og La Monte Young. Á þessum árum voru menn alltaf að leita endalauss fjölbreytileika og sífellt varð eitthvað að gerast á hverju augnabliki. Endurtekning taldist ekki til listrænna dyggða og var sett samasemmerki milli hennar og banalítets. Og mínímalisminn var andstæðuviðbragð við því, sem menn voru í hjarta sínu orðnir löngu leiðir á. Mínímalistarnir píptu á fagurfræði seríalistanna, gerðu allt þvert á almenningsálit menningarpáfanna. Það var sérstæður ferskleiki yfir fyrstu verkum mínímalistanna, en mér fannst að þeir stöðnuðu fljótt, færu að rugla saman listsköpun og auglýsingamennsku eins og nokkrir ofvirkir dugnaðarforkar á poppkantinum. TMM 1997:4 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.