Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 30
ATLI HEIMIR SVEINSSON listamönnum Pólverja, en ég fór oft til Póllands á þessum árum. Bohdan var harður gagnrýnandi og sanngjarn.Hann taldi mig á að starfa á íslandi og vinna úr lífi mínu og hæfileikum hér. Ég ætlaði nokkrum sinnum að flytja burt og starfa annars staðar. Hann sagði að ég hefði fundið eigin leið í völundarhúsi samtímatónlistar, og að tónlist mín væri íslensk umfrarn allt. „En ég nota aldrei þjóðlög“ sagði ég. Hann útskýrði fyrir mér að hin sönnu þjóðlegheit væru ekki fólgin í því að taka gömul alþýðulög, hljómsetja þau að hætti Hindemiths, færa þau í hljómsveitarbúning að hætti Rimskí-Korsakoffs og gera einhverja ótímabæra kontrapúnkta með síflæðandi milliröddum úr þeim. Hið íslenska í verkum mínum væri litameðferðin, fjarlægðarskynið og formandstæðurnar. Alveg eins og í íslenskri sögu og landslagi. Jón Nordal kenndi mér dálítið í tónsmíðum þegar ég var 18 ára. Ég bý enn að því, en verk Jóns höfðu engin áhrif á mig nema Píanókonsertinn, sem var mikil vítamínsprauta. En samt fannst mér þá, að mín leið myndi verða önnur. Jóni mæltist vel þegar hann sagði að maður ætti að semja tónlist sem væri í sátt við mann sjálfan. Það er mikil viska fólgin í þessari einföldu og látlausu staðhæfingu. Sigvaldi Kaldalóns hafði mikil áhrif á mig, enda voru lögin hans hluti af uppeldi mínu. Og ég dáist enn að fyrirhafnarlausri laglínugáfu hans, and- legum heilindum og tilgerðarleysi. Kaldalóns hittir oft ósjálfrátt naglann á höfuðið. Þessi tónlist er merkilega fullkomin, þegar best lætur, á þröngu sviði sínu. Kannski var Kaldalóns alltaf að semja sama lagið. Þegar ég núna fletti sönglagaheftum hans níu að tölu, er ómögulegt að merkja nokkra breytingu á ferli hans. Hann stendur alltaf í stað, var raunar ansi mistækur, en snilld- arverk er að finna í hverju hefti. Jón Leifs hafði líka mikil áhrif á mig. Ég reyndi aldrei að stæla hann, en samdi stórt verk í minningu hans, stuttu eftir að hann lést. Jón bar höfuð og herðar yfir aðra tónlistarmenn hér um sína daga. Jón hafði meiri metnað fyrir hönd íslands en aðrir. Og hann skapaði tónlist með íslenskum sérkenn- um, sem var ólík allri annarri tónlist. Honum tókst að tjá uppsafnaða þjáningu þjóðarinnar í gegnum margar aldir og kergju íslendingsins. Stíll hans er svo persónulegur, að eftir að hafa hlustað í nokkrar sekúndur veit maður að verkið er eftir Jón og engan annan. Starfsnautar hans, samtíma honum, létu sér nægja að stæla yfirborðslega „gömlu meistarana“ og útvatna þá algjörlega í lapþunnri danskri beykiskóg- arrómantík. Verk Jóns heyrðust sjaldan, aftur á móti gengu miklar sögur af því hve fáránlegt verk Sögusinfónían þætti í útlöndum. Mér fannst alltaf að svokallaður almenningur tæki verkum Jóns vel, þá sjaldan þau heyrðust. Andúðin kom frá tónlistarmönnum og menningarpáfum. Ekki er ennþá búið að frumflytja öll hljómsveitarverk Jóns. Stjórn Sinfón- 28 TMM 1997:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.