Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 32
ATLI HEIMIR SVEINSSON hann fór að þjóna Flokknum í ríki verkamanna og bænda í Austur-Þýska- landi. Eisler var prýðilegt tónskáld, miklu betri en aðrir sem kenndu sig við þjóðfélagsraunsæi í tónlist. Eisler sagði að listamaðurinn ætti rétt á því að lifa í fílabeinsturni, í glæsilegri einangrun til þess að hann gæti skapað list framtíðarinnar, hin miklu verk sem seint yrðu skilin til fulls. En á stundum milli stríða, stigi hann niður úr fílabeinsturninum og dveldi meðal „venju- legs“ fólks. Og þá væri hann ekkert of góður til að taka þátt í lífi þess og starfi, semja lítil lög fýrir áhugamenn og nemendur til þess að létta þeim lífsbar- áttuna. Hjá Beethoven er Fúr Elise og Strengjakvartettinn ópus 131 tvær hliðar á sama peningnum. Ég vann töluvert í leikhúsum fyrr á árum. Ég hafði nær alltaf gott af því. Þar lærði ég að semja óperur. Óperutónskáld verða að læra á sviðið. Það er ekki alltaf besta tónlistin sem gerir sig best á sviðinu. I óperunni þarf rétta tónlist á réttum stöðum. Og það lærist ekki nema með því að vinna í leikhúsi og gera allt sem þarf. Ég samdi nokkur lög í vísnastíl, og sum hver urðu vinsæl. Það er ekki nema ánægjulegt en ég vil ekki telja þau í hópi bestu eða merkustu verka minna. Þetta er eins og þegar skáld yrkir lausavísur, svona inn á milli. Það er gott að vera vinsæll en ekki nauðsyn. Sjaldan hef ég skorast undan því að semja tækifæristónlist þegar ég hef álitið mig hafa eitthvað fram að færa; tónlist fyrir börn, áhugamenn, til kennslu og margt fleira. Það er enginn hlutur auvirðilegur sem unninn er af vandvirkni og alúð. Og menn eiga að vera fjölhæfir, það er hluti af fag- mennskunni. Og margir fúskarar þykjast gera svonefnda alþýðutónlist og halda að hún sé þeim mun alþýðlegri eftir því sem hún er lélegri og frum- stæðari. Það þykir fínt að snobba niður á við. En ég hef gætt þess að láta þessi störf ekki trufla mig um of frá þeim verkum sem eru mér meira virði. En nokkrar af þessum vinsælu leikhúsvís- um mínum markaðssettu sig sjálfar og mér finnst gaman að heyra fólk á öllum aldri syngja þær og leika. 11 Ég starfaði að félagsmálum listamanna, einkum tónskálda í rúman áratug, sem formaður Tónskáldafélags íslands. Mér fannst þá að íslendingar hefðu einangrað sig um of, og væru hræddir við að kynnast listastraumum samtímans. Ég ákvað að reyna að koma íslandi á kortið. Við Þorkell Sigurbjörnsson stóðum fýrir því að hér var haldin alþjóðleg tónlistarhátíð ICNM - International Society of Contemporary Music árið 1973. Þar mættu framámenn tónlistar í heiminum og kynntust 30 TMM 1997:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.