Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 54
SILVANA PATERNOSTRO ráðgast við hann, skrifa honum bréf, vilja hafa hann í kallfæri. Allt sem hann segir, um hvað sem vera skal, er efni í forsíðufrétt. Á síðasta ári rændi kólumbísk skæruliðahreyfíng bróður íyrrverandi forseta. Þess var krafist að García Márquez tæki við forsetaembættinu. í yfirlýsingu sinni sögðu skæru- liðarnir: „Gerðu það fyrir okkur, Nóbelsskáld, bjargaðu föðurlandinu.“ Kólumbíumenn kalla García Márquez Gabo til að eignast hlutdeild í frama hans og líkt og hreykin fjölskylda viljum við gera ff ægð hans að okkar. í landi sem er þjakað af ofbeldi, fátækt, eiturlyíjabraski og spillingu er Gabo stolt fjölskyldunnar, líka þeirra sem eru ekki of hrifnir af vinfengi hans við Fidel Castro. í Barranquilla (fæðingarborg minni, þar sem Gabo vann sem blaða- maður 1950 og þar sem hann kynntist Mercedes, konunni í lífi sínu) er hann dýrkaður. Þar er hann ekki lengur kallaður Gabo, heldur Gabito. Nafn hans ber jafnoft á góma í fegurðarsamkeppnum okkar og nafn páfans. Svör þátttakendanna eru oftast áþekk: Hver er eftirlætisrithöfundur þinn? García Márquez. Hvaða manneskju dáir þú mest? Pabba, páfann og García Márquez. Hvaða manneskju vildi þú helst kynnast? García Márquez og páfanum. Ef blaðamaður í Rómönsku Ameríku væri spurður sömu spurninga yrðu svörin trúlega svipuð, nema hvað páfinn dytti kannski út. Við segjum gjarna að Gabo hafi verið blaðamaður áður en hann gerðist skáldsagnahöfundur. Hann segist alltaf hafa verið blaðamaður. Hershöfðinginn Gabo byrjar á að tala um bók sína um Símon Bólívar, sem frelsaði fimm lönd undan yfirráðum Spánverja og dreymdi um sameinaða Ameríku, allt frá Kaliforníu til Eldlandsins. Á þeim myndum sem hanga í öllum opinberum byggingum er Frelsishetjan alltaf í hrukkulausum einkennisbúningi, reiðu- búinn í orrustuna eða í þann mund að stíga á bak hvítum hesti sínum. - En það er aldrei sagt frá því í ævisögunum að Bólívar hafði unun af söng eða að hann hafi haft erfiðar hægðir - segir Gabo, og bætir við að mannfólkið skiptist í tvo hópa: „Þá sem kúka fyrirhafnarlaust og þá sem eiga í erfiðleikum með hægðirnar; þar er um að ræða tvær mjög ólíkar manngerðir. En sagn- fræðingarnir segja ekki frá þessu því þeir telja það engu máli skipta.“ Óánægja hans yfir hinni stöðluðu ímynd sem sagnfræðingarnir hafa búið til af hetjunni hans varð þess valdandi að hann ákvað að skrifa bókina Hers- höfðinginn í völundarhúsi sínu. Á síðum hennar má finna alla sögu þeirrar persónu sem svo mjög hefur haft áhrif á pólitíska hugsun hans. Gabo segist hafa skrifað þá bók í formi blaðafrásagnar. - Blaðafrásögn er sagan öll, nákvæm endursköpun ákveðins atburðar. Minnstu smáatriði skipta líka miklu. Á því byggist trúverðugleiki og afl 52 TMM 1997:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.