Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 57
ÞRÍR DAGAR MEÐ GABO endurtaka mig. Ég ögraði sjálfum mér með því að skrifa Haustpatríarkans eftir að ég hafði skrifað Hundrað ára einsemd. Ég hefði getað skrifað þrjú- hundruð bækur eins og Hundrað ára einsemd. Ég vissi hvernig ég átti að fara að því og þess vegna ákvað ég að skrifa Haustið þar sem ég beitti gjörólíkum stíl. Haustið hlaut ekki mjög góðar viðtökur þegar hún var gefin út. Ef ég hefði skrifað aðra bók eins og Hundrað ára einsemd hefði henni verið betur tekið.“ Hann segir okkur brosandi frá því að eina af sælustundum lífsins hafi hann upplifað í Bandaríkjunum þegar hann sá útgáfu af Hundrað ára einsemd þar sem stóð stórum stöfum á framhlið bókarinnar: „Eftir höfund bókarinnar Ástin á tímum kólerunnar.“ „Þá hafði ég loksins unnið sigur á Hundrað ára einsemd,“ segir Gabo. - Sem rithöfundar verðum við líka að verjast þeim höfundum sem við höfum dálæti á. Það er svo auðvelt að falla í þá gildru að stæla þá. Það hefúr til dæmis verið sagt að ég hafi stælt Faulkner, en þegar ég ferðaðist um suðurríki Bandaríkjanna - með ungabarn og tuttugu dali í heftinu - áttaði ég mig á því að það voru ekki bækur hans sem ég samsamaði mig með, heldur ákveðinn raunveruleiki, lífið í suðurríkjum Bandaríkjanna... Það er eins og í Aracataca. Aracataca er lítill bær við Karíbahafið þar sem Gabo fæddist, þrjú hundruð kílómetrum frá þeim stað þar sem afi minn ólst upp. Þegar Gabo gekk inn í stofuna, settist við hliðina á mér og byrjaði að tala, tók ég eftir einhverju kunnuglegu. García Márquez hefur oft sagt að hann endurskapi þær sögur sem amma hans sagði honum. Að hlusta á Gabo er eins og að hlusta á afa minn ... ef afi hefði nú kunnað að skrifa! Gabo byrjar að lesa upphátt nokkrar setningar úr greinum okkar: hann leggur til nokkrar minni háttar breytingar. Nokkrar málsgreinar eru of langar og Gabo þykist geispa yfir lestrinum. „Við verðum að nota hvíldar- kommur,“ segir hann. „Ef við gerum það ekki, hverfur galdurinn. Munið að í hvert sinn sem eitthvert hik kemur á höfundinn vaknar lesandinn og kemur sér í burt. Og eitt af því sem veldur því að hann vaknar af dáleiðslunni er að honum finnst hann vera að kafna.“ Þriggjci ára vinna Ljósið í herberginu var svo dauft að það tók augun smástund að venjast því. Herbergið var ekki meira en tveir sinnum þrír metrar að stœrð og neglt fyrir eina gluggann. Á mjórri dýnu á gólfinu sátu tveir grímuklæddir menn áþekkir þeim sem höfðu orðið eftir í hinu húsinu og horfðu niðursokknir á sjónvarpið. Allt var drungalegt ogþrúgandi. í horninu vinstra megin við hurðina sat vofuleg TMM 1997:4 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.