Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 62
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Söguleg skáldsaga. Skáldsaga sem lýsir atburðum og persónum á fyrri tímum og endurskapar sögulegt baksvið þeirra ... Sögulegar skáld- sögur gerast á öllum tímum sögunnar, sumar ekki nema svo sem hálfri öld á undan ritunartímanum (t.d. Stríð og friður eftir Tolstoj). Walter Scott setti fram þá kenningu að söguhetjur s.s. ættu ekki að vera úr hópi kunnra sögupersóna, enda á það við um sögur hans og margra síðari höfunda. Aðrar s.s. snúast aftur á móti að verulegu leyti um persónur sem kunnar eru úr heimildum, en í báðum tilvikum er lýst afstöðu persónanna til sögulegra viðburða og þátttöku þeirra í þeim. Enn aðrir höfundar dulbúa persónur sínar að meira eða minna leyti og hagræða sögulegum staðreyndum skv. „lögmáli verksins“ (t.d. Halldór Laxness í íslandsklukkunni). Samkvæmt ofanskráðu er greinilegt að sögulega skáldsagan og heimilda- skáldsagan eru systur, og oft erfitt að greina þar á milli og kannski engin ástæða til. Hvorttveggja eru skáldverk byggð á sögulegum atburðum og oftast úir þar og grúir af sögulegum persónum, stundum dulbúnum með breyttu nafni, stundum með réttu nafhi. Oftar en ekki eru báðar tegundirnar á kreiki í sömu sögu, í íslandsklukkunni heitir persóna, sem greinilega hefur Árna Magnússon að fyrirmynd, Arnas Arneus, en Magnús Sigurðsson í Bræðratungu heitir réttu nafni. Ef þetta er hafandi til marks um nokkuð þá er það helst það, get ég ímyndað mér, að mörkin milli skáldskapar og sannleika eru stundum næsta óljós. Höfundur heimildaskáldsögu tileinkar sér vinnubrögð sem líkjast um margt vinnubrögðum sagnfræðingsins, og margir sagnfræðingar, guði sé lof, eru jafnframt prýðilegir rithöfúndar. Sumir meira að segja svo góðir að þeir fá mann til að trúa næstum hverju sem er. Líklega er þó oftast einhver munur á fyrirætlun skáldsagnahöfundar og sagnfræðings. Kannski fyrst og fremst sá að sagnfræðingur leitast við að nálgast algildan sannleik, leitast við að segja sanna sögu. Það sem ósatt er í texta hans er því óviljaverk, svona oftast, því nú er ég að tala um heiðarlega sagnfræðinga, en höfundur sögulegrar skáldsögu leitast við að segja góða sögu, skemmtilega sögu eða lærdómsríka sögu á einhvern hátt. Er vísvitandi að ljúga, með öðrum orðum. Ekki veit ég hvort höfundar íslendingasagnanna töldu sig vera að segja sanna sögu. Og um höfunda íslendingasagnanna hefur þegar verið ritað svo margt af svo takmörkuðu viti að það er engin ástæða til að ég sé að bæta einhverju þar við, en ég get engu að síður ímyndað mér að einhverjir þeirra hafi byggt sögur sínar á munnmælasögnum, sem áttu rætur í raunverulegum atburðum fyrri tíma, alveg eins og Walter Scott og Tolstoj gerðu löngu síðar. Hugsanlegt er einnig að samtímaatburðir, eða nýliðnir atburðir, hafi verið kveikja einhverra þeirra, svo ég haldi á lofti merki dr. Barða Guðmundssonar. 60 TMM 1997:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.