Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 65
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA Það er í sjálfu sér ekki áhugavert að tíunda hvert pút og plagg sem maður hefur lesið, en mín aðferð var sem sagt sú að lesa allt sem ég gat höndum yfir komið af sagnffæði, bókmenntum og blaða- og tímaritagreinum sem vörð- uðu Vesturíslendinga. Og svo voru það auðvitað bréfin. Þau voru mín gagnlegasta lesning að mörgu leyti, því þar er oftar en ekki flæði tilfinning- anna lausbeislaðra en í yfirveguðum greinum rökhygginna sagnfræðinga og fræðimanna. í þeim má skynja undirstrauma sem ella eru huldir. Úr sumum hef ég tekið heila kafla, auðvitað breytta. Þó er til dæmis reiðilestur Málm- ffíðar yfir fyrri heimsstyrjöldinni og kanadísku stjórninni, þegar sonur hennar fellur, nær orðréttur úr bréfi sem Þóra afasystir mín skrifaði afa mínum þegar ritskoðun létti haustið 1918. Ég get þess hér til gamans, að lengi vel ætlaði ég að láta söguna heita „Bréfafólkið;" en ég hætti við það þegar ég sá að hún var að verða of stór fyrir eina bók. Það er mikilvægt að afla sér staðgóðrar þekkingar á þeim tíma sem maður ætlar að hafa að sögusviði sínu, þótt erfitt sé að setja nokkur skýr mörk um það hversu mikil sú þekking skal vera til að geta nokkurn veginn forsvarað gerðir sínar. Ætli það fari ekki eftir samvisku hvers og eins? En það er ekki síður nauðsynlegt að koma á staðinn, anda að sér andrúms- Iofti þess fólks sem maður ætlar að fara að skrifa um. Ég var rúman mánuð vestur í Kanada og Bandaríkjunum haustið 1993, komst ma. út til Ellis Island í New York þar sem innflytjendur voru geymdir og skoðaðir um árabil, fylgdi Rauðá frá Grand Forks til Pembina, þar sem ein langa-langamma mín, sem var kölluð Sigríður stórráða, hvílir undir þúfu sinni, fór með treini eftir járnbrautinni sem tók áratugi að leggja ffá Winnipeg til Churchill, ísbjarna- bæjarins við Hudson Bay. Sá bær er einkum þekktur fyrir ísbirni sem ganga þar um götur, hins geta færri að þar er eitthvert fínasta listasafn eskimóa í veröldinni, og er frú dr. Brandson, af íslensku bergi brotin, forstöðumaður þess. Og stórmarkaður bæjarins og listaverkaverslun er í eigu Sigurdsons fjölskyldunnar. Og gamla Anna Sigurdson í fullu fjöri þótt komin sé yfir áttrætt. Ég reyndi eftir föngum að komast til fleiri fyrrverandi íslendinga- byggða, en Kanada er stórt. Ég komst auðvitað til Nýja íslands þar sem bíldruslan sem ég keypti fyrir 500 dollara sagði stopp. Mister Guðbrandsson kom þar að á pikkuppi sínum og blandaði sér í málin, þekkti mister Jóhann- esson sem átti kranabíl og gerði við allt sem bilaði, ég komst til Reykjavíkur við Manitobavatnið og Winnipegosis við samnefnt vatn. Þar er stór hluti kirkjugarðsins eingöngu með íslenskum nöfnum, en mývargur ætlaði mig lifandi að drepa, svo ég flúði þaðan eft ir skamma stund. En fyrir vikið gat ég notað orðið „mývargur“ með miklu betri samvisku, ég vissi hvað það þýddi. Mikilvægi þess að koma á staði þar sem maður ætlar að láta atburði gerast TMM 1997:4 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.