Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 80
HELGl HÁLFDANARSON öðru móti sé. Jafnvel Hamlet kemur ekki fram hefndum, fyrr en hann veit sína eigin feigð. (1970) Lér konungur (King Lear) Mörgum hefur vaxið það í augum, sem í leikriti þessu er gert með hvað mestum ólíkindum, ekki sízt samskipti Lés konungs og dætra hans í upphafs-atriði leiksins, þar sem hann virðist úthluta þeim arfi í réttu hlutfalli við dugnað þeirra í smjaðri. Þarflaust er þó að gera skilningi sínum á þessu atriði og öðrum slíkum alltof óhægt um vik. Ræðuhöld dætranna um barna-ást eru ekki annað en formsatriði í þeim hátíðahöld- um, sem fr am fara við landa-afsal konungs. Skipting ríkisins hefur, einsog fram kemur, þegar verið gerð, og þess gætt af mikilli nákvæmni, að þar yrði sem allra jafnast á metunum. Óvænt hegðun Kordelíu er umffarn allt veizluspjöll, sem kannski mætti kalla fráleita smámunasemi um form, líkt og brúður fyndi uppá því að svara prestinum neitandi fyrir altarinu, til þess að fara ekki að lofa uppí ermarnar einhverju, sem enginn veit hvort hægt verður að standa við, þegar á hólminn kemur, einsog dæmin kannski sanna, en ekki vegna þess að ástin á brúðgumanum sé neitt slakari en til er ætlazt. í þessum meinlausa hátíða-leik er Lér bæði leikstjóri og aðal- leikandi; og þegar Kordelía hleypur alltíeinu, vegna sinna afdráttarlausu heilinda, útúr hlutverki sínu, þegar verst gegnir, þá kann gamli seggur engin tök á hneykslinu, og missir allt úr reipunum, bæði sjálfan leikinn og sitt eigið óstýriláta skap; og rekur nú hvert endemið annað, sem erfitt er fyrir óskeikulan konung úr að bæta. En í þessu upphafs-atriði leiksins eru hinsvegar slegnir einfaldir frumtónar mikillar hljómkviðu, sem fjallar um gjafmildi og sjálfshyggju, þökk og vanþakklæti, hreinlyndi og fláttskap, hroka og auðmýkt, ofsókn og fórn, grimmd og mannúð, hatur og ást, um eilífa baráttu ills og góðs í mannheimi. Sú barátta virðist þó ekki háð milli manna, sem annaðhvort eru vondir eða góðir, heldur heyja óræð öfl, ill og góð, linnulausa styrjöld um mennina, eða öllu heldur um æðstu skepnu jarðarinnar sem efni í mann. Það sem þá varðar mestu, er ekki það haldlitla hugtak, sem kallað er hamingja, heldur sá þroski skapgerðar, sem er þess um kominn að taka á sig hvert það gervi, sem mannlífið kann að birtast í, hvort heldur er sæld eða kvöl, nægt eða neyð, æðsta upphefð eða dýpsta smán. Örlögin eru margslungin, og skil góðs og ills einatt ærið óglögg. Hitt er ljóst, að lífið á jörðinni megnar að skapa menn, sem elska, fórna, og þola allt. (1970) 1.5.32. „skýla hornunum“. Ekki mun almennt talið, að hér sé vikið að 78 TMM 1997:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.