Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 85
ATHUGASEMDIR nótt og búast til að ganga á brott, en að F hafi að öðru leyti rétt fyrir sér; enda fellur þá allt í ljúfa löð. 5.2.34. „(Hermenn koma.)“ Þessi leikbending stendur ekki í F; en á undan næstu línu er þar endurtekin talgreinar-fyrirsögnin Pro. (þ.e. Prókúlejus); og augljóst er að hér koma hermennirnir inn; um það ber öllum saman. í F eru leikbendingar yfirleitt mjög naumar, og hefur það oft komið útgefendum í vanda, eða valdið misskilningi, og svo hefur orðið hér. Er þá þess að geta, að leikbending í upphafi þessa atriðis er þar: „Kleópatra, Sjarmíana, íras og Mardían koma.“ Sú næsta er einungis: „Prókúlejus kemur.“ Síðan er engin leikbending í Ffyrr en „Dólabella kemur.“ Augljóst er að Mardíani er þarna ofaukið. Hann mun í þetta sinn hafa slæðzt í förina í hreinu ógáti, sennilega bara af gömlum vana, hvort sem höf. á sök á því eða aðrir. Hann er ekki aðeins þögull og gleymdur allt til enda, heldur hefur verið sýnt framá, að hann gæti allsekki verið þarna staddur. Um þetta munu flestir eða allir sammála. Hinsvegar hefur sá misskilningur ein- hvernveginn hreiðrað um sig, að Kleópatra hljóti, þegar hér er komið, að vera stödd ásamt meyjum sínum „uppi“, þar sem Anton hafði dáið í örmum hennar. Sennilega stafar þessi meinloka af því, hve hún hafði látið í ljósi við Anton mikinn ótta við að verða handsömuð af mönnum Sesars, ef hún kæmi „niður“. Fyrir þennan misskilning hafa síðari tíma útgefend- ur átt í miklu basli með gang mála í þessu atriði. Hermennirnir eru látnir klifra upp stiga með leynd og laumast innum „glugga“ aftanað Kleópötru (!). Hefur Gallus síðan verið látinn segja orð Prókúlejusar, að svona sé auðvelt að komast að henni. Sumir útgefendur hafa einnig gefið Gallusi næstu línu textans og látið hann segja, að nú skuli hann (Prókúlejus) gæta drottningar þartil Sesar komi. Aðrir láta Prókúlejus ræða við drottningu gegnum læst hlið, sem hermenn með stiga kliffast síðan til að opna svo lítið beri á (!). Hafa ýmsar merkilegar tilfæringar verið við hafðar í þessu skyni. - Hér er að ýmsu að finna. Þessar aðfarir eru miðaðar við raunsæ- is-leiksvið síðari alda, en ekki leiksvið Shakespeares sjálfs. í F er Gallus allsekki nefndur á þessum stað, hvað þá kvaddur á svið til svo mikilla umsvifa og orðaskipta. Allt sem Gallus er látinn segja, hvort sem það er meira eða minna, eignar F ótvírætt Prókúlejusi. Og er þá ótalið það sem ekki varðar minnstu, hvað atriðið í heild er gert klaufalegt og lítt sannfær- andi. - Séu höfð í huga orð Antons við Kleópötru, að hún skuli treysta Prókúlejusi einum Sesarsmanna, þá ber þess að gæta, að fráleitt væri að leggja honum þau orð í munn, nema vegna þess að Kleópötru er ætlað að taka mark á þeim og koma til móts við Prókúlejus í skjóli þeirra. Þessi orð Antons hefðu verið með öllu útí hött, ef þau væru ekki einmitt aðferð TMM 1997:4 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.