Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 85
ATHUGASEMDIR
nótt og búast til að ganga á brott, en að F hafi að öðru leyti rétt fyrir sér;
enda fellur þá allt í ljúfa löð.
5.2.34. „(Hermenn koma.)“ Þessi leikbending stendur ekki í F; en á undan
næstu línu er þar endurtekin talgreinar-fyrirsögnin Pro. (þ.e. Prókúlejus);
og augljóst er að hér koma hermennirnir inn; um það ber öllum saman.
í F eru leikbendingar yfirleitt mjög naumar, og hefur það oft komið
útgefendum í vanda, eða valdið misskilningi, og svo hefur orðið hér. Er
þá þess að geta, að leikbending í upphafi þessa atriðis er þar: „Kleópatra,
Sjarmíana, íras og Mardían koma.“ Sú næsta er einungis: „Prókúlejus
kemur.“ Síðan er engin leikbending í Ffyrr en „Dólabella kemur.“ Augljóst
er að Mardíani er þarna ofaukið. Hann mun í þetta sinn hafa slæðzt í
förina í hreinu ógáti, sennilega bara af gömlum vana, hvort sem höf. á sök
á því eða aðrir. Hann er ekki aðeins þögull og gleymdur allt til enda, heldur
hefur verið sýnt framá, að hann gæti allsekki verið þarna staddur. Um þetta
munu flestir eða allir sammála. Hinsvegar hefur sá misskilningur ein-
hvernveginn hreiðrað um sig, að Kleópatra hljóti, þegar hér er komið, að
vera stödd ásamt meyjum sínum „uppi“, þar sem Anton hafði dáið í
örmum hennar. Sennilega stafar þessi meinloka af því, hve hún hafði látið
í ljósi við Anton mikinn ótta við að verða handsömuð af mönnum Sesars,
ef hún kæmi „niður“. Fyrir þennan misskilning hafa síðari tíma útgefend-
ur átt í miklu basli með gang mála í þessu atriði. Hermennirnir eru látnir
klifra upp stiga með leynd og laumast innum „glugga“ aftanað Kleópötru
(!). Hefur Gallus síðan verið látinn segja orð Prókúlejusar, að svona sé
auðvelt að komast að henni. Sumir útgefendur hafa einnig gefið Gallusi
næstu línu textans og látið hann segja, að nú skuli hann (Prókúlejus) gæta
drottningar þartil Sesar komi. Aðrir láta Prókúlejus ræða við drottningu
gegnum læst hlið, sem hermenn með stiga kliffast síðan til að opna svo
lítið beri á (!). Hafa ýmsar merkilegar tilfæringar verið við hafðar í þessu
skyni. - Hér er að ýmsu að finna. Þessar aðfarir eru miðaðar við raunsæ-
is-leiksvið síðari alda, en ekki leiksvið Shakespeares sjálfs. í F er Gallus
allsekki nefndur á þessum stað, hvað þá kvaddur á svið til svo mikilla
umsvifa og orðaskipta. Allt sem Gallus er látinn segja, hvort sem það er
meira eða minna, eignar F ótvírætt Prókúlejusi. Og er þá ótalið það sem
ekki varðar minnstu, hvað atriðið í heild er gert klaufalegt og lítt sannfær-
andi. - Séu höfð í huga orð Antons við Kleópötru, að hún skuli treysta
Prókúlejusi einum Sesarsmanna, þá ber þess að gæta, að fráleitt væri að
leggja honum þau orð í munn, nema vegna þess að Kleópötru er ætlað að
taka mark á þeim og koma til móts við Prókúlejus í skjóli þeirra. Þessi orð
Antons hefðu verið með öllu útí hött, ef þau væru ekki einmitt aðferð
TMM 1997:4
83