Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 86
HELGl HÁLFDANARS.ON
höfundar til að koma Kleópötru og meyjum hennar „ofan“ úr vígi sínu
og „niður“ á aðalsviðið, svo Prókúlejus megi með sanni tala um auðvelda
aðför, og allt geti síðan farið fram með eðlilegum hætti. - Af þessum
sökum er gert ráð íyrir því í þýðingu þessari, að allt sé rétt sem í Fstendur,
nema það eitt, að Mardían sé hér á ferð. Er svo leikbendingum öllum
hagað samkvæmt því. (1969)
Óþelló (Othello)
2.3.370. „Kominn morgunnF Þarna er eitt af ótal dæmum þess, að leiksvið
Elsabetar-leikhúsa voru „óraunveruleg" jafnt í tíma sem rúmi. Hér vílar
höfundur ekki fyrir sér að hespa af heila nótt á nokkrum mínútum
framaní áhorfendum sínum. Sjá einnig t.d. Ham, 1.1. (1975)
5.2.306. „héðanaf... mæla orð.“ Með spurningu Óþellós á undan og þessu
tilsvari Jagós knýr höfundur sérhvern áhorfanda til að hafa heim með sér
ráðgátuna „Jagó“ að glíma við. (1975)
Allt í misgripum (The Comedy of Errors)
3.1.46. „þú hefðirfengið asna-nafn og nefþitt skipt um lag.“ í frumtexta er
þessi lína svo: „Thou wouldst have chang’d thyfacefor a name, or thy name
for an as.“ Þetta hefur enginn getað skýrt, ogýmsar leiðréttingar hafa verið
reyndar; þykir sú álitlegust að lesa „foran aim“ fýrir „for a name“. I þýðingu
þessari er gert ráð fyrir að orðunum ,,/or a name“ sé ofaukið, þar eð láðst
hafi að strika þau út á undan leiðréttri endurtekningu; enda er línan
einmitt þessum atkvæðum of löng, og háttlaus vegna þeirra á þessum stað.
(1969)
5.1.79. „annað en dimm ogdöpur hugarnauðt'. Hér stendur í frumtexta þessi
lína: „But moody and dull melancholy“. Og þarsem bragliðir eru ófull-
komnir hafa ýmsir útgefendur bætt í orði á eftir moody svosem: madness,
sadness, musing, moping, eða heavy, ellegar stungið uppá dull-footed fýrir
dull. En öll slík innskot lýta línuna bæði að efni og formi. Dæmi gætu
sannað, að höfundar vegna mætti hún standa óleiðrétt; en vilhjálmslegust
yrði hún þó, ef gert væri ráð fýrir „Melancholia“, sem bæði kippti henni í
bragliði án innskots, og færi einnig betur við efnið í næstu línu frumtext-
ans. (1969)
84
TMM 1997:4