Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 36
Halldór Björn Runólfsson Þankar um málverkafalsanir Að loknum hæstaréttardómi í stærsta svikamáli sem skekið hefur íslenska list* Eitt alvarlegasta áfallið sem dunið hefur yfir óburðugan listheim okkar íslendinga er fölsunarmálið svokallaða. Varla eru liðnir nema þrír mánuðir frá því máli ákæruvaldsins á hendur Pétri Þór Gunnarssyni, fyrrverandi eiganda Gallerí Borgar, lauk með dómsorði þar sem hinn ákærði var dæmd- ur í hálfs árs fangelsi og fjársektir, hátt á fjórða hundrað þúsund króna, auk þess sem honum var gert að borga málskostnað og málsvarnarlaun upp á tvær milljónir. En skömmu áður en dómur féll í málinu varð stórbruni í Gallerí Borg í Síðumúla, og hundruð verka eyðilögðust. Bruninn féll þó al- gjörlega í skuggann af ákærum þeim sem bornar voru á galleríhaldarann, enda var það mál margra að ekki væri allt með felldu hvað eldsvoðann áhrærði; lagerinn hefði sjálfsagt ekki verið jafnverðmætur og eigandinn vildi vera láta. Ákært var og dæmt í málinu á grundvelli þriggja málverka sem ákærða var borið á brýn að hafa prangað inn á jafnmarga kaupendur. Sannað þótti að jafnvel þótt hann hefði ekki framkvæmt verknaðinn sjálfur hefði Pétur Þór vísvitandi blekkt kaupendurna þrjá með því að hylma yfir með merkjabrjóti, ónefndum þrjóti sem falsaði undirskrift Jóns heitins Stefánssonar listmálara (1881-1962). Þar með hefði hann gerst meðsekur í fölsun listaverka, auk þess að hafa haft stórfé út úr kaupendum með röngum upplýsingum um málverkin. Nú þætti það varla ógnvænlegt fyrir okkar unga og óharðnaða listalíf ef falsanirnar væru aðeins þrjú málverk eftir Jón, en því miður bendir allt til þess að myndirnar sem dómurinn var byggður á séu aðeins yfirborð ís- jakans. Verið getur að falsanirnar séu hundraðfalt fleiri, ef ekki þrefalt það. Slík mergð er ekkert minna en meiriháttar blóðtaka fyrir jafnlitla einingu og íslenska listmarkaðinn. Margar spurningar hljóta því að kvikna í kjölfar slíks uppgjörs sem dóms Hæstaréttar yfir Pétri Þór Gunnarssyni. Sú fyrsta hlýtur að hljóma eitthvað á þessa leið: „Hvernig gat þetta gerst?“ Önnur gæti verið svona: „Hví tók jafnlangan tíma og raun ber vitni að leiða málið til lykta?“ I framhaldi af því hljóta menn að spyrja: „Eru öll kurl komin til grafar?“ þá 26 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.