Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 42
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON menn með mönnum. Eflaust tengist slíkur félagslegur þrýstingur hverju einu sem við tökum okkur fyrir hendur og víst er að snemma beygist krókur- inn. Þannig er það algeng umkvörtun mæðra á öldum ljósvakans að börn þeirra verði að ganga í svokölluðum merkjafatnaði ef þau eiga að komast hjá einelti. Það nægir ekki að vera vel klæddur ef fatnaðurinn er ekki af réttri teg- und. Eins dugar það skammt að hafa málverk hangandi á vegg ef það er ekki af þeirri gerð, eða eftir þann listamann sem hópurinn - í þessu tilviki einn eða annar markhópur falsaranna - hefur komið sér saman um að sé verðugt stöðutákn og vottur um sameiginlegt tryggðarband einstaklinganna innan hópsins. Það er auðvelt að skella sér á lær og brigsla slíkum starfsfélögum, reglubræðrum eða kunningjum um einbert snobb, en málið er mun flókn- ara eins og dæmið um merkjafatnaðinn sannar. Það er ekki til sá hópur, starfsstétt eða kunningjavettvangur sem ekki kemur sér saman um táknrænt viðmið, hegðunarmynstur og samskiptareglur sem arta sig á hefðbundnum grundvelli manndómsvígslu og svardaga, eins og slíkir eiðar mótuðust í ætt- arsamfélagi fornaldarinnar. Hver sá sem er svo skyni skroppinn að halda að hann sé undanþeginn slíkum ákvæðum hefur einfaldlega ekki litið í eigin barm til að átta sig á hvaðan venjur hans og atferli koma. Það hvílir með öðrum orðum sú krafa á ákveðnum hópum íslendinga að þeir eignist málverk eftir einn eða fleiri áðurnefndra listamanna ef þeir vilja standa sig gagnvart meðbræðrum sínum. Vandinn er sá að framboðið á mál- verkum eftir eldri kynslóðir íslenskra listamanna er orðið næsta takmarkað. Flest bestu verk þeirra eru fyrir löngu komin á söfh, opinber eða annað, þangað sem einhverjir liðnir ættfeður hófu að safna verkunum fyrir óra- löngu. Frammi fyrir þessari raunalegu staðreynd reynist púkanum auðvelt að draga fram pípu sína og spila það falska lag sem færir menn af vegi skyn- semi og skýrrar hugsunar langt inn í myrkviði svika og gervispámennsku. Menn sjást ekki fyrir, og þeir gleyma gjarnan þeirri gullnu reglu að hverri kynslóð er ætlað að styðja við bakið á listamönnum sinnar samtíðar. Kaup á listaverkum eru nátengd þeirri hugsjón að menn upplifi sig sem mótendur tímanna sem þeir tilheyra en séu ekki svo uppteknir af fortíðinni að þeir hafni menningu samtíðar sinnar. 3. Aðeins dauðir listamenn eru góðir listamenn Það var viðkvæðið hjá landnemum villa vestursins á ofanverðri 19. öld að „eini væni Indíáninn væri dauður Indíáni“. Þetta viðkvæði virðist hægt að yfirfæra á íslenskan listmarkað, því gróskan í listaverkakaupum okkar er mestöll einskorðuð við löngu látna listamenn. Það versta við slíka skipan 32 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.