Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 43
ÞANKAR UM MÁLVERKAFALSANIR mála er að látnir listamenn geta ekki kvartað þótt verið sé að selja svikna vöru í nafni þeirra. En eftir að hafa blaðað í þeim stóra hlaða af fölsuðum verkum sem safnast hafa fyrir hjá Ólafi Inga er manni vægast sagt brugðið: „Hvernig gátu menn látið blekkjast af þessu drasli og ímyndað sér að þarna færu okkar ffemstu listamenn?“ Það er einungis í fölsunum á verkum Svavars heitins Guðnasonar og Gunnlaugs Scheving að þrjótarnir reyna eitthvað á sig til að herma eftir stíleinkennum og litavali listmálaranna tveggja. Engum slíkum tilraunum er til að dreifa í fölsunum þeirra á Jóni Stefánssyni, Ásgrími Jónssyni eða Kjar- val. Lítil mynd af trjágróðri sem merkt er Ásgrími er ekki lík neinu sem list- málarinn gerði, og kyrralífsmyndirnar sem merktar voru Jóni Stefánssyni eru svo ljótar og viðvaningslega gerðar að manni með snöggsoðna yfirborðsþekkingu á stíl og tækni listamannsins léti sér aldrei til hugar koma að kaupa þær sem verk hins ástsæla málara. Sú áleitna spurning hlýtur að vakna hvort kaupendunum hafi aldrei komið til hugar að bera sig upp við faglega sérffæðinga, eða leita aðstoðar sér fróðari manna áður en þeir festu kaup á slíku verki? Eða er það venja ffemur en undantekning að menn fleygi tvennum til fernum mánaðarlaunum verkamanna í eitthvað sem er jafnilla grundað og draslið hjá honum Ólafi Inga? í hvers konar samfélagi búum við eiginlega? Það liggur við að hroll setji að manni frammi fyrir þessum haug af fölsuðum málverkum Þegar maður hugsar til allra þeirra milljóna sem í þau fóru. Og hvílík glópska. Undirritað- ur lætur sér ekki til hugar koma að fjárfesta í biffeið, hversu ódýr sem hún er, án þess að bera sig upp við sérffæðing og fá hann til að taka rúnt á væntan- legri eign, því hver veit nema bakvið snyrtilegt útlit bílsins leynist alls kyns ósýnilegir gallar; ryð; bremsuleysi; ónýt fjöðrun og úr sér gengin vél. En slíka forsjálni virðast þeir ekki temja sér sem fjárfesta í málverkum látinna lista- manna. Á maður að ætla að verðið sé kaupendunum slíkir smámunir að þeim finnist ekki taka því að kalla til faglegt álit sér fróðari manna? Sérkennilegt kæruleysi virðist viðgangast í menningarmálum sem erfitt er að koma heim og saman við aðra þætti okkar nútímalega hugsunarháttar. Sem dæmi má nefha undarlegan sofandahátt okkar gagnvart inn- og útflutningi á listaverkum. Hvarvetna, annars staðar en hér, er mönnum gert skylt að gera grein fyrir andvirði listaverks sem þeir hyggjast flytja inn um lengri eða skemmri tíma. Þeim er gert að undirrita yfirlýsingu um að þeir hafi ekki í hyggju að selja verkið innan viðkomandi landamæra, og vei þeim sem virðir slíka yfirlýsingu að vettugi. Slíkt effirlit með innflutningi á myndlist ffá Dan- mörku hefði sjálfsagt getað ráðið úrslitum í fölsunarmálinu og komið í veg fyrir greiðan aðgang þrjótanna að innlendum listaverkamarkaði. En í þessum slælegu tollalögum endurspeglast einmitt undarlega forpok- TMM 2000:1 www.malogmenning.is 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.