Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 47
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR
maður bækur mínar af athygli [op-
mœrksomt], mun hann skilja það. Það er
vissulega æskilegt að greiða samhliða úr
málefnum kvenna, en það hefur ekki verið
eina ætlunarverkið. Verkefni mitt hefur ver-
ið lýsingþess mannlega,4
Ibsen tengir saman vakandi og athugulan lest-
ur annars vegar og málefni manneskjunnar
hins vegar: Lesi maður verk hans af athygli
muni hann sjá þau mál er varða manneskjuna.
Þetta felur a.m.k. í sér tvennt. í fyrsta lagi, að sá
sem einungis sér í verkinu gagnrýni á ákveðið
samfélagsform eða félagslegt óréttlæti hefur
mislesið verkið með tilteknum hætti. Hann hefur ekki séð einstaklinginn,
ekki áttað sig á því hvernig verkið getur snert sérhvern einstakling, óháð fé-
lagslegri stöðu hans. Slík blinda einkennir ekki aðeins lestur okkar á bókum
eða leikritum á borð við Brúðuheimili; hún getur ekki síður sett mark sitt á
samræður okkar við lifandi manneskjur. Hugleiðing um góðan lesanda
snertir þannig á spurningunni um hvað felst í því að vera góð manneskja og
getur því verið lykill að Brúðuheimili og siðferðilegum boðskap þess.
í öðru lagi mun góður lesandi leikritsins ekki einungis sjá í því glímu við
vandamál sem hægt er að leysa, greiða úr t.d. með breytingum á lögum eða
samfélagsgerðinni, heldur einnig þau mál manneskjunnar sem mikilvægt er
að gegnumlýsa og sviðsetja þótt þau verði ekki leyst. Að mínum dómi er það í
skilningi á eðli slíkra eilífðarmála sem vænta má svars við spurningunni um
hver sé hinn eiginlegi boðskapur verksins.
Þegar Ibsen leit á gamals aldri yfir æviveg sinn komst hann svo að orði um
sjálfan sig, að hann hafi „verið meira Ijóðskáld, minni umbótaheimspekingur
[Social-Filosof],enmenn [hefðu] almennttalið“.5Markmiðþessarargreinar
er að skoða hvernigþau málefni sem ljóðskáldið lýsir koma í ljós við athugul-
an lestur. Hér er ekki einungis spurt hvernig vakandi og nákvæmur lestur
leiði í ljós nýja og athyglisverða fleti, slíkt hlýtur alltaf að gerast sé listaverkið
gott. Öllu heldur er spurt hvernig slíkur lestur leiðir ffarn sjálff inntak verks-
ins, málefhi manneskjunnar. Fyrst verður uppbygging Brúðuheimilis skoðuð
sem og nokkrar helstu ástæður þess að verkið er oft lesið sem ádeiluverk. Þeir
sem vilja hnekkja orðum Ibsens - sýna fram á að hann hafi verið mikill um-
bótaheimspekingur - virðast hafa nokkuð til síns máls. Verkið virkar a.m.k.
á stundum sem rökleg glíma við siðferðileg álitamál, og lestur á Brúðuheimili
hlýtur að taka tillit til þess. Næst verður rýnt í nokkrar mikilvægar samræður
verksins og athyglinni beint að frásagnaraðferð Ibsens. Tilgáta mín er sú að
Henrik Ibsen
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
37