Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 47
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR maður bækur mínar af athygli [op- mœrksomt], mun hann skilja það. Það er vissulega æskilegt að greiða samhliða úr málefnum kvenna, en það hefur ekki verið eina ætlunarverkið. Verkefni mitt hefur ver- ið lýsingþess mannlega,4 Ibsen tengir saman vakandi og athugulan lest- ur annars vegar og málefni manneskjunnar hins vegar: Lesi maður verk hans af athygli muni hann sjá þau mál er varða manneskjuna. Þetta felur a.m.k. í sér tvennt. í fyrsta lagi, að sá sem einungis sér í verkinu gagnrýni á ákveðið samfélagsform eða félagslegt óréttlæti hefur mislesið verkið með tilteknum hætti. Hann hefur ekki séð einstaklinginn, ekki áttað sig á því hvernig verkið getur snert sérhvern einstakling, óháð fé- lagslegri stöðu hans. Slík blinda einkennir ekki aðeins lestur okkar á bókum eða leikritum á borð við Brúðuheimili; hún getur ekki síður sett mark sitt á samræður okkar við lifandi manneskjur. Hugleiðing um góðan lesanda snertir þannig á spurningunni um hvað felst í því að vera góð manneskja og getur því verið lykill að Brúðuheimili og siðferðilegum boðskap þess. í öðru lagi mun góður lesandi leikritsins ekki einungis sjá í því glímu við vandamál sem hægt er að leysa, greiða úr t.d. með breytingum á lögum eða samfélagsgerðinni, heldur einnig þau mál manneskjunnar sem mikilvægt er að gegnumlýsa og sviðsetja þótt þau verði ekki leyst. Að mínum dómi er það í skilningi á eðli slíkra eilífðarmála sem vænta má svars við spurningunni um hver sé hinn eiginlegi boðskapur verksins. Þegar Ibsen leit á gamals aldri yfir æviveg sinn komst hann svo að orði um sjálfan sig, að hann hafi „verið meira Ijóðskáld, minni umbótaheimspekingur [Social-Filosof],enmenn [hefðu] almennttalið“.5Markmiðþessarargreinar er að skoða hvernigþau málefni sem ljóðskáldið lýsir koma í ljós við athugul- an lestur. Hér er ekki einungis spurt hvernig vakandi og nákvæmur lestur leiði í ljós nýja og athyglisverða fleti, slíkt hlýtur alltaf að gerast sé listaverkið gott. Öllu heldur er spurt hvernig slíkur lestur leiðir ffarn sjálff inntak verks- ins, málefhi manneskjunnar. Fyrst verður uppbygging Brúðuheimilis skoðuð sem og nokkrar helstu ástæður þess að verkið er oft lesið sem ádeiluverk. Þeir sem vilja hnekkja orðum Ibsens - sýna fram á að hann hafi verið mikill um- bótaheimspekingur - virðast hafa nokkuð til síns máls. Verkið virkar a.m.k. á stundum sem rökleg glíma við siðferðileg álitamál, og lestur á Brúðuheimili hlýtur að taka tillit til þess. Næst verður rýnt í nokkrar mikilvægar samræður verksins og athyglinni beint að frásagnaraðferð Ibsens. Tilgáta mín er sú að Henrik Ibsen TMM 2000:1 www.malogmenning.is 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.