Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 49
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR Leyndarmál Nóru kallast á við ýmislegt annað sem kraumar undir yfir- borði Brúðuheimilis. Leikritið hefst áþessum orðum: „Feldu jólatréð vel [...] Börnin mega alls ekki sjá það fyrren í kvöld þegar búið er að skreyta það“ (123). Það er varla tilviljun að allra fyrsta orðið skuli vera sögnin „að fela!“ (í boðhætti!).7 Nóra fer í feluleik við börnin og í nokkrum atriðum er hún sjálf „í felum“ að skrautbúa sig. Víða ber grímur á góma og mikill tími fer í að undirbúa grímuball og að því loknu er strax byrjað að ræða um undirbúning þess næsta. Hjá aðal- og aukapersónum Brúðuheimilis birtist ólík afstaða til siðferðis og í hugsun sinni og breytni taka þær mið af ólíkum gildum. Ibsen lagði mikla rækt við persónur sínar og hann lýsir því hvernig þær urðu smám sam- an trúnaðarvinir hans („mine fortrolige venner“) eftir því sem hann kynnt- ist þeim betur, skoðaði þær frá ólíkum hliðum.8 Þótt þær séu dregnar skýrum og einföldum dráttum hangir siðferði þeirra ekki utan á þeim eins og skraut heldur á sér djúpar rætur í skapgerð þeirra. Ætlum við að taka per- sónurnar alvarlega verðum við að taka siðferði þeirra alvarlega. í lýsingu á tveimur mikilvægustu aukapersónunum, frú Linde og Krogstad, eru oft notuð siðferðileg orð og hugtök. Og er frú Linde e.t.v. sú persóna verksins sem við komumst næst því að kynnast með því að þekkja siðferði hennar. Hún virðist á stundum vera öll þar. Hún er fórnfús og vinnusöm manneskja, íhaldssöm og raunsæ. Og sjálfri sér lýsir hún þannig: „Ég verð að vinna ef ég á að geta unað lífinu. [...] Að vinna fyrir sjálfum sér veitir enga gleði. Krogstad, gefið mér einhvern og eitthvað að vinna fyrir“ (185).9 Hún er jarðbundinn mótmælandi með kalvínsku yfirbragði. „Ég hef lært að breyta skynsamlega. Lífið og hörð, beisk nauðsyn hafa kennt mér það“ (185). Hún þekkir sína hillu í lífmu og varar Nóru ítrekað við að hegða sér á þann hátt sem konu er ósæmandi. Ekki eru höfð jafn niðrandi orð um nokkra persónu verksins og Krogstad lögmann. Rank læknir kallar hann siðferðilegan spítalagrip (moralsk hospitalsletn) með rótskemmda skaphöfn (140) og Helmer lýsir honum sem siðblindum (15 5) og samviskulausum manni (197). Ástæða þessara vægðar- lausu ummæla er m.a. sú að Krogstad var eitt sinn fundinn sekur um að falsa undirskrift til að útvega sér lán. Ekki draga heldur hótanir hans og framkoma í garð Nóru úr vægi þessara ókvæðisorða nema síður sé. Krogstad þekkir sið- ferðisvönd samfélagsins á eigin skinni og hafi hann einhvern tíma séð lífið í hillingum er sú tíð liðin. Hann hefur hins vegar löngun til að bæta orðspor sitt í samfélaginu og rétta borgaralega stöðu sína. Rank læknir lítur siðferðið augum vísindamannsins og er tamara að tala um siðferðissýki en -bresti. Um leið virðist hann horfa á siðferðið af sjónar- hóli náttúrunnar, handan góðs og ills. Syndir eru t.d. mjög líkamlegar í hans TMM 2000:1 www.malogmenning.is 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.