Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 49
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR
Leyndarmál Nóru kallast á við ýmislegt annað sem kraumar undir yfir-
borði Brúðuheimilis. Leikritið hefst áþessum orðum: „Feldu jólatréð vel [...]
Börnin mega alls ekki sjá það fyrren í kvöld þegar búið er að skreyta það“
(123). Það er varla tilviljun að allra fyrsta orðið skuli vera sögnin „að fela!“ (í
boðhætti!).7 Nóra fer í feluleik við börnin og í nokkrum atriðum er hún sjálf
„í felum“ að skrautbúa sig. Víða ber grímur á góma og mikill tími fer í að
undirbúa grímuball og að því loknu er strax byrjað að ræða um undirbúning
þess næsta.
Hjá aðal- og aukapersónum Brúðuheimilis birtist ólík afstaða til siðferðis
og í hugsun sinni og breytni taka þær mið af ólíkum gildum. Ibsen lagði
mikla rækt við persónur sínar og hann lýsir því hvernig þær urðu smám sam-
an trúnaðarvinir hans („mine fortrolige venner“) eftir því sem hann kynnt-
ist þeim betur, skoðaði þær frá ólíkum hliðum.8 Þótt þær séu dregnar
skýrum og einföldum dráttum hangir siðferði þeirra ekki utan á þeim eins og
skraut heldur á sér djúpar rætur í skapgerð þeirra. Ætlum við að taka per-
sónurnar alvarlega verðum við að taka siðferði þeirra alvarlega.
í lýsingu á tveimur mikilvægustu aukapersónunum, frú Linde og
Krogstad, eru oft notuð siðferðileg orð og hugtök. Og er frú Linde e.t.v. sú
persóna verksins sem við komumst næst því að kynnast með því að þekkja
siðferði hennar. Hún virðist á stundum vera öll þar. Hún er fórnfús og
vinnusöm manneskja, íhaldssöm og raunsæ. Og sjálfri sér lýsir hún þannig:
„Ég verð að vinna ef ég á að geta unað lífinu. [...] Að vinna fyrir sjálfum sér
veitir enga gleði. Krogstad, gefið mér einhvern og eitthvað að vinna fyrir“
(185).9 Hún er jarðbundinn mótmælandi með kalvínsku yfirbragði. „Ég hef
lært að breyta skynsamlega. Lífið og hörð, beisk nauðsyn hafa kennt mér
það“ (185). Hún þekkir sína hillu í lífmu og varar Nóru ítrekað við að hegða
sér á þann hátt sem konu er ósæmandi.
Ekki eru höfð jafn niðrandi orð um nokkra persónu verksins og Krogstad
lögmann. Rank læknir kallar hann siðferðilegan spítalagrip (moralsk
hospitalsletn) með rótskemmda skaphöfn (140) og Helmer lýsir honum sem
siðblindum (15 5) og samviskulausum manni (197). Ástæða þessara vægðar-
lausu ummæla er m.a. sú að Krogstad var eitt sinn fundinn sekur um að falsa
undirskrift til að útvega sér lán. Ekki draga heldur hótanir hans og framkoma
í garð Nóru úr vægi þessara ókvæðisorða nema síður sé. Krogstad þekkir sið-
ferðisvönd samfélagsins á eigin skinni og hafi hann einhvern tíma séð lífið í
hillingum er sú tíð liðin. Hann hefur hins vegar löngun til að bæta orðspor
sitt í samfélaginu og rétta borgaralega stöðu sína.
Rank læknir lítur siðferðið augum vísindamannsins og er tamara að tala
um siðferðissýki en -bresti. Um leið virðist hann horfa á siðferðið af sjónar-
hóli náttúrunnar, handan góðs og ills. Syndir eru t.d. mjög líkamlegar í hans
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
39