Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 50
RÓBERT H. HARALDSSOH augum, hann lítur á siðferðisverur sem dauðlega (rotnandi) líkama. Hann leikur á píanó undir trylltum dansi Nóru og kyndir undir „trylltri“ náttúru hennar. Rank er jarðbundinn en þó með öðrum hætti en ffú Linde. Hún er skynsöm, stendur föstum fótum á jörðinni, lyfir sér aldrei til flugs. Hann elskar aftur á móti hið jarðneska, vill grípa allt „sem gefst hér á jörð“ (192). Rank er lífsspekingur og af vörum hans eru komin flest spakmæli verksins: „Það er tilgangslaust að ljúga að sjálfum sér“ (167); „Láttu konu þína mæta [á næsta grímuball] eins og hún er dagsdaglega“ (193); ,,[H]vers vegna ekki gleðjast að kvöldi dags sem vel var nýttur?“ (192). Hjónin Nóra og Torvald Helmer hafa verið mönnum þrotlaust tilefni pælinga um siðferðið eins og nánar verður vikið að síðar. Góðborgarinn Tor- vald Helmer stærir sig af því að vera óaðfinnanlegur embættismaður „og vonast til að verða það svo lengi sem [hann] gegni embætti" (164) og hann „vill ekki koma nærri öðru en hreinum og góðum málum“ (131). Álit ann- arra skiptir hann miklu máli. Þegar Nóra segist ætla að yfirgefa fjölskyldu sína svarar hann: „Yfirgefa heimili þitt, mann þinn og börn! Og ekki ertu að hugsa um hvað fólk muni segja“ (203). Helmer vill vera öðrum óháður, skuldlaus og frjáls. Það er honum líka mikils virði að aðrir viti að hann upp- fyllir skyldur sínar sem eiginmaður, starfsmaður og borgari. Og ekki er að sjá annað en hann hafi gegnt þessum hlutverkum vel. Hann hefur hlotið háa stöðu, eignast þrjú börn með konu sinni og búið þeim gott yfirstéttarheimili. Nóra segir t.d. eftir að hún hefur afráðið að yfirgefa fjölslcylduna: „Ó, mér fellur það þungt, Torvald; því að þú hefur alltaf verið mér svo góður“ (205). Og ekki er annað að sjá en hann hafi stjanað við konu sína og borið hana á höndum sér. Ósjaldan draga menn víðtækar ályktanir um siðferði kvenna og siðferði almenntviðkynniafpersónunni Nóru. Halvdan Koht skrifart.d. að: „[...] konan standi náttúrunni miklu nærri en maðurinn, og að náttúrulegar eðl- ishvatir hennar geti risið upp með djarfari hætti gegn alls kyns samfélags- venjum og ytri siðaboðum.“10 Ýmsum stoðum mætti vissulega skjóta undir þá skoðun að Nóra sé fulltrúi þeirra sem láta hjartað ráða för og fylgja eðlishvöt í siðferðilegum efnum. Hún leggur t.d. ríka áherslu á per- sónuleg sambönd, ást og vináttu og einhver afdrifaríkasti greinarmunur- inn sem hún gerir á fólki er milli þess sem stendur henni nærri og þess sem er ókunnugt. „Það? Hvern varðar um það! Ókunnugt [fremmede] fólk“ (125), svarar hún þegar Helmer biður hana að hugsa til lánadrottnanna. Og í fyrsta þætti vísar hún til Krogstads sem hins ókunnuga manns (den fremmede man): „Nei, ókunnugi maðurinn gerir mömmu ekkert“ (145), segir hún við börnin sín. Og þegar Krogstad spyr hana hvort hún hafi ekki leitt hugann að því að fölsun undirskrift ar væri svik við hann svarar hún: „Ég 40 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.