Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 51
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR gat ekki tekið neitt tillit til þess. Mér var gjörsamlega sama um yður“ (151). Nóra virkar á aðra sem barnslega einlæg og hjartagóð. „Þú ert barn, Nóra“ (134) og „Ó, þú blindaða, reynslulausa manneskja!“ (203) eru orð sem frú Linde og Helmer hafa um hana. Siðfræði Brúðuheimilis birtist ekki eingöngu í leyndarmáli Nóru og per- sónum verksins heldur í ýmsum rökræðum sem eru beinlínis um siðferðileg efni. Snemma í verkinu deila Nóra og Krogstad t.d. um hvort réttlát lög taki eitthvert tillit til ástæðna afbrota. Þessi þráður er tekinn upp að nýju í sam- ræðum Nóru og Helmers í lokaþættinum. Þar deila hjónin einnig um helg- ustu skyldur Nóru. HELMER: Oh, þetta er skelfilegt. Þú skirrist ekki við að bregðast helg- ustu skyldum þínum. NÓRA: Hvað telur þú helgustu skyldur mínar? HELMER: Og það á ég að þurfa að segja þér! Eru það ekki skyldur þín- ar við mann þinn og börn? NÓRA: Ég hef aðrar jafnhelgar skyldur. HELMER: Það hefurðu ekki. Hvaða skyldur ættu það að vera.11 NÓRA: Skyldurnar við sjálfa mig. HELMER: Þú ert fyrst og fremst eiginkona og móðir. NÓRA: Ég trúi ekki lengur á það. Ég held ég sé fýrst og fremst mann- eskja, ég engu síður en þú - eða eigi minnsta kosti að reyna að verða það.(204) Siðferðilegar röksemdir og útleggingar þeirra má finna hjá öðrum persón- um leikritsins og, ef vel er að gáð, einnig verufræðilegar hugleiðingar um hvenær tvær athafnir eru eins frá sjónarhóli siðferðisins. Þessi orðaskipti eiga sér t.d. stað snemma í verkinu: KROGSTAD: Frú Helmer, þér gerið yður greinilega ekki ljóst hvað það er sem þér hafið gerst sek um. En ég get sagt yður að það var hvorki meira né grófara sem mér varð á fyrrum og eyðilagði þó með öllu stöðu mína í samfélaginu. NÓRA: Þér? Ætlið þér að telja mér trú um að þér hefðuð gert nokkuð sem krafðist hugprýði til að bjarga lífi konu yðar? (151) Loks má ítreka að margir sjá í Brúðuheimili siðferðilegt endurmat á stöðu kynjanna í samfélaginu. Bæði séu í verkinu röksemdir sem hníga í þá átt (sjá hér að framan) og eins megi líta á verkið allt sem lið í slíku endurmati. Þeir sem einblína í þessa átt eru líklegastir til að spyrja hvort Brúðuheimili hafi ekki elst illa, sé jafnvel orðið úrelt. Getur verk, er spurt, sem skrifað var árið 1879 og reyndist (hvort sem það var þannig ætlað eða ekki) drjúgt framlag til réttindabaráttu kvenna enn átt erindi við okkur hundrað og tuttugu árum TMM 2000:1 www.malogmenning.is 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.