Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 52
RÓBERT H. HARALDSSON síðar, þegar konur hafa hlotið sömu réttindi og karlar? Aðrir benda á að enn sé full þörf á róttækri gagnrýni verksins enda batni staða kvenna löturhægt. Ofangreind atriði sýna að þeir sem líta á Brúðuheimili sem siðbóta- og ádeiluverk hafa úr ýmsu að moða. Raunar mætti vel hugsa sér að nota leikrit- ið sem lesefni í inngangi að siðfr æði enda rótar það upp ýmsum grundvallar- spurningum sem ræddar eru á slíkum námskeiðum. Má þar t.d. nefna þá spurningu hvort réttlætanlegt sé að brjóta skýlausa siðareglu í nafhi siðferði- legra verðmæta eða hina, hvort liggi til grundvallar siðferðinu, ástin eða rétt- lætið. Skoða má verkið sem gagnrýni á fórnarsiðferði frú Linde eða á borgaralegt siðferði Helmers. Einnig má lesa það sem athugun á siðferði Nóru og siðferði kvenna. Og auðvitað má líta á verkið sem röksemdafærslu þar sem þessum ólíku afstöðum til siðferðisins er hrært saman í allsherjar- uppgjöri við siðferði Vesturlanda, líkt og George Bernard Shaw virðist gera. Jafnvel þótt slíkur lestur á Brúðuheimili sé athyglisverður - og Ibsen ýti greinilega undir hann - þá komumst við ekkert áfram í skilningsleit okkar ef við lítum einungis á verkið sem rökfærslu um inntak siðferðisviðhorfa per- sónanna. Þótt eitthvað sé t.d. augljóslega gruggugt í borgaralegu siðferði Torvalds Helmer, virðist ekki rétt að segja að skoðanir hans séu beinlínis rangar eða hann aðhyllist rotið siðferði. Meginvandi hans verður ekki leystur með því að breyta inntaki skoðana hans. Raunar virðist Ibsen gæta þess að eigna honum virðingarverðar skoðanir. Sá sem er of fljótur á sér að afskrifa siðferði Helmers sem siðferði smáborgarans sér aldrei til botns í vanda hans. Sama á við um persónu Nóru. Okkur verður heldur ekki ágengt í þessum athugunum okkar ef við lítum á Nóru sem nokkurs konar fastafulltrúa þeirra sem fylgja hjartanu og eðlishvötum sínum. Vera má að sú lýsing eigi við um hana í upphafi verksins en hún getur hvorki verið lokapunkturinn í umfjöllun um skilning Nóru sjálfrar á siðferðinu né þá afstöðu til siðferðis- ins sem persóna hennar endurspeglar. Til þess að skilja Nóru er mikilsvert að átta sig á því að hún breytist, endurfæðist í einhverjum skilningi í framrás verksins. Brúðuheimili býður lesandanum/áhorfandanum upp á skýr siðferðileg álitamál til að glíma við, ekki síst afbrot Nóru, og þar eru einnig röksemdir um slík brot (hennar og Krogstad). Hér verða færð rök fyrir því að þetta séu ekki aðalatriði í siðffæði verksins en ég geri mér grein fyrir því að áður en lokapunkturinn er settur aftan við efnið verð ég að útskýra hvers vegna einmitt þessi álitamál eru í forgrunni leikritsins. Fyrsta skrefið í þeirri við- leitni er að rýna í samræður þess og frásagnaraðferð Ibsens. 42 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.