Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 53
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR
Tvíræðar samrœður - óákveðin viðfangsefni
í fyrstu samræðum Brúðuheitnilis (ef undan eru skilin orð Nóru við þjón-
ustustúlkuna og sendilinn) ræða Nóra og Helmer um batnandi hag íjöl-
skyldunnar. Nóra vill umsvifalaust slá lán til bráðabirgða þar til peningarnir
taka að streyma inn en Helmer setur fram ímyndað dæmi til að eyðaþví tali:
HELMER: [...] Hugsum okkur ég tæki þúsund króna lán í dag, þú
eyddir þeim í jólavikunni, á gamlársdag fengi ég þakstein í höfúðið og
búið.
NÓRA: [...] O, svei; ekki segja svona ljótt.
HELMER: Jú, hugsum okkur að þetta gerðist - hvað þá?
NÓRA: Ef eitthvað svo hrikalegt kæmi fyrir skipti nákvæmlega engu
hvort ég skuldaði eða ekki.
HELMER: Jæja, en fólkið sem lánaði mér?
NÓRA: Það? Hvern varðar um það! Ókunnugt fólk.
HELMER: Nóra, Nóra, þú ert ósvildnn kvenmaður! Nei, en í alvöru
talað, Nóra; þú þekkir viðhorf mitt í þessum efhum. Engar skuldir!
Aldrei lán! Það breiðist eitthvert ófrelsi og jafhffamt eitthvað ófagurt
yfir heimili sem byggist á láni og skuld. (124-25)
Það er léttur blær yfir samræðu hjónanna og dæmi Helmers virðist gripið úr
lausu lofti. En þegar líða fer á fyrsta þátt áttar lesandinn/áhorfandinn sig þó
e.t.v. á því að orð Helmers fara æði nærri raunveruleikanum. í tilbúnu dæmi
hans er tekið stórt lán, því eytt í ffíi (jólavikunni) og það tengist heilsu Hel-
mers (hann deyr). Svar Nóru („Það? Hvern varðar um það! Ókunnugt
fólk.“) er efnislega hið sama og hún gefur lánadrottni sínum, Krogstad. Síð-
asta tilsvar Helmers hér að ofan („Það breiðist eitthvert ófrelsi og jafnframt
eitthvað ófagurt yfir heimili sem byggist á láni og skuld.“), fær tvíræða merk-
ingu í ljósi forsögunnar og þess sem síðar upplýsist og gerist í Brúðuheimili.
Sérkennilegt er auðvitað að Helmer veit ekki um leyndarmál Nóru ennþá.
Við getum því ekki sagt að hjónin ræði um leyndarmál Nóru eða heimilisað-
stæður sínar þótt snert sé á því viðfangsefni.
Það er engu líkara en Ibsen vilji vekja athygli lesandans/áhorfandans á
þessari frásagnaraðferð sinni því fyrsta þætti lýkur á ennþá skýrara dæmi um
tvíræða samræðu Nóru og Helmers, þar sem athugasemd úr samræðunni
hér að ofan er endurtekin. Nú virðist Helmer ræða af enn meiri nákvæmni
um leyndarmál Nóru, svo mjög að henni verður um og ó. Hann fær hana
fýrst til að viðurkenna að Krogstad hafi komið á fund hennar, síðan setur
hann fram eftirfarandi tilgátu:
HELMER: Nóra, ég sé á þér að hann hefur komið til að biðja þig að
leggja sér lið.
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
43