Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 53
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR Tvíræðar samrœður - óákveðin viðfangsefni í fyrstu samræðum Brúðuheitnilis (ef undan eru skilin orð Nóru við þjón- ustustúlkuna og sendilinn) ræða Nóra og Helmer um batnandi hag íjöl- skyldunnar. Nóra vill umsvifalaust slá lán til bráðabirgða þar til peningarnir taka að streyma inn en Helmer setur fram ímyndað dæmi til að eyðaþví tali: HELMER: [...] Hugsum okkur ég tæki þúsund króna lán í dag, þú eyddir þeim í jólavikunni, á gamlársdag fengi ég þakstein í höfúðið og búið. NÓRA: [...] O, svei; ekki segja svona ljótt. HELMER: Jú, hugsum okkur að þetta gerðist - hvað þá? NÓRA: Ef eitthvað svo hrikalegt kæmi fyrir skipti nákvæmlega engu hvort ég skuldaði eða ekki. HELMER: Jæja, en fólkið sem lánaði mér? NÓRA: Það? Hvern varðar um það! Ókunnugt fólk. HELMER: Nóra, Nóra, þú ert ósvildnn kvenmaður! Nei, en í alvöru talað, Nóra; þú þekkir viðhorf mitt í þessum efhum. Engar skuldir! Aldrei lán! Það breiðist eitthvert ófrelsi og jafhffamt eitthvað ófagurt yfir heimili sem byggist á láni og skuld. (124-25) Það er léttur blær yfir samræðu hjónanna og dæmi Helmers virðist gripið úr lausu lofti. En þegar líða fer á fyrsta þátt áttar lesandinn/áhorfandinn sig þó e.t.v. á því að orð Helmers fara æði nærri raunveruleikanum. í tilbúnu dæmi hans er tekið stórt lán, því eytt í ffíi (jólavikunni) og það tengist heilsu Hel- mers (hann deyr). Svar Nóru („Það? Hvern varðar um það! Ókunnugt fólk.“) er efnislega hið sama og hún gefur lánadrottni sínum, Krogstad. Síð- asta tilsvar Helmers hér að ofan („Það breiðist eitthvert ófrelsi og jafnframt eitthvað ófagurt yfir heimili sem byggist á láni og skuld.“), fær tvíræða merk- ingu í ljósi forsögunnar og þess sem síðar upplýsist og gerist í Brúðuheimili. Sérkennilegt er auðvitað að Helmer veit ekki um leyndarmál Nóru ennþá. Við getum því ekki sagt að hjónin ræði um leyndarmál Nóru eða heimilisað- stæður sínar þótt snert sé á því viðfangsefni. Það er engu líkara en Ibsen vilji vekja athygli lesandans/áhorfandans á þessari frásagnaraðferð sinni því fyrsta þætti lýkur á ennþá skýrara dæmi um tvíræða samræðu Nóru og Helmers, þar sem athugasemd úr samræðunni hér að ofan er endurtekin. Nú virðist Helmer ræða af enn meiri nákvæmni um leyndarmál Nóru, svo mjög að henni verður um og ó. Hann fær hana fýrst til að viðurkenna að Krogstad hafi komið á fund hennar, síðan setur hann fram eftirfarandi tilgátu: HELMER: Nóra, ég sé á þér að hann hefur komið til að biðja þig að leggja sér lið. TMM 2000:1 www.malogmenning.is 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.