Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 55
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR grímu á andlitinu, já jafnvel konu sína og börn. Og einmitt þetta með börnin er hræðilegast af öllu, Nóra. NÓRA: Hvers vegna? HELMER: Vegna þess að svona lygafár smitar útfrá sér og sýkir allt heimilið. Hver andardráttur barna á slíku heimili er mengaður vísi að einhverju illu. (155) Þessi tvö síðustu dæmi úr samræðum Nóru og Helmers eru e.t.v. þau skýrustu og áhrifamestu í verkinu um samræður sem klárlega snúast um eitthvað annað en blasir við á yfirborðinu. Af draugslegri nákvæmni svefn- gengils er komið við undirliggjandi viðfangsefni verksins, leyndarmál Nóru, þótt það sé ekki rætt. Því fer þó fjarri að þetta séu einu dæmin um tvíræðar samræður í verkinu. Öðru nær. Dæmin blasa alls staðar við. í fyrsta þætti segir Helmer t.d. við Nóru: Jæja, hafðu þín litlu jólaleyndarmál fýrir þig, Nóra mín sæl. Þau koma hvorteð er í ljós í kvöld þegar kveikt verður á jólatrénu, býst ég við. (127) Þetta gengur effir nokkuð nákvæmlega þótt með öðrum hætti sé en Helmer hugði. Annað athyglisvert dæmi er þegar Nóra segir frú Linde frá dagdraumi sín- um um ríkan, dauðvona aðdáanda sem muni nefna hana og hana eina í erfðaskrá sinni (138). Að gefnu tilefni leggur Nóra ríka áherslu á að þetta sé einungis dagdraumur. Smám saman verður lesandanum þó ljóst að lýsingin gæti átt við um Rank lækni. Hann er ríkur, dauðvona, aðdáandi Nóru sem vill fórna lífi sínu fýrir hana. Raunar vekur frú Linde athygli á þessu síðar (160-61) og Nóra þarf að fullvissa hana um að Rank sé ekki maðurinn í dagdraumum hennar. Af öðrum dæmum má nefna svar barnfóstrunnar þegar Nóra spyr hana hvernig hún hafi getað látið barn sitt til vandalausra: „Fátæk stúlka sem hefur hrasað má þakka fyrir [að fá góða vist og góða aðila til að hugsa um barnið]“ (158). Auðvelt er að snúa þessum orðum upp á Nóru sjálfa því þótt hún sé ekki fátæk af peningum áttar hún sig smám saman á því hversu andlega fá- tæk og óreynd hún er. Flestar samræður Nóru og Helmers eru tvíræðar. „Þú [Torvald] verður að fórna þér algjörlega fyrir mig í kvöld“ (179), segir hún við hann í þriðja þættinum og hann samþykkir það umsvifalaust. Og stuttu síðar segir hann: „En elsku besta Nóra, þú dansar eins og þú eigir lífið að leysa“ (180). Hún svarar einfaldlega með orðunum: „Égáþað líka“, en hann tekur þau ekki bókstaflega. Helmer veitir því heldur ekki sérstaka athygli er Nóra segir að hann muni verða frjáls þegar hún hafi dansað tarantelludans- inn sinn (181). TMM 2000:1 www.malogmenning.is 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.