Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 56
RÓBERT H. HARALDSSON Þegar að er gáð virðast reyndar flest tilsvör og samræður Brúðuheitnilis fá fleiri en eina merkingu. Hvernig eigum við t.d. að taka því þegar Helmer seg- ir við frú Linde: „Þér komið á heppilegri stundu, frú —“ (143)? Tæplega er í verkinu saklausari og yfirlætislausari setning enda er hún fullkomlega við- eigandi í samhengi sínu. Frú Linde kom á sérlega heppilegum tíma til Hel- mers í atvinnuleit sinni. Smám saman verður okkur þó ljóst að hún kom líka á heppilegum tíma vegna þess að Helmer þarf að reka starfsmann úr bankan- um. Og svo rennur það loks upp fyrir okkur hversu kaldhæðnisleg orð Hel- mers eru því atvinnuleit frú Linde hrindir af stað þeirri atburðarás sem leggur hjónaband hans í rúst. Enn annað og áhrifaríkt dæmi um tvíræðni er þegar Nóra segir við frú Linde: Afkoma málflutningsmanns er svo óörugg, einkum ef hann vill ekki koma nærri öðru en hreinum og góðum málum. Það hefiir Torvald vitanlega aldrei viljað [...]. (131) Þótt þessi orð séu viðeigandi í samhengi sínu er ljóst að heimfæra má þau uppá Torvald á annan máta en beinast liggur við. Framtíðarhorfur hans eru svartar einmitt vegna þess hve erfitt hann á með að horfast í augu við þau óhreinu og vondu mál sem krauma undir yfirborðinu. Nóra hefur t.d. óstjórnlega löngun til að segja í áheyrn hans orðin „dauði og pína“ („dod og pine“) en óttast að þau séu of ljót fyrir hann.12 Vafalaust liggja margar ástæður að baki frásagnaraðferð Ibsens. Með því að láta persónur sínar ræða óbeint um það sem á eftir að gerast í leikritinu, hreyfa við því sem er undir yfirborðinu, eykst t.d. hin dramatíska spenna og verkið fær í senn yfirbragð sígilds harmleiks og gamanleiks. Það sem ég hef hins vegar áhuga á að skoða nánar er hvernig framsetningarmátinn er tengd- ur boðskap verksins, einkum gagnrýni þess á persónu Helmers. Orðrœða Torvalds Helmer Halvdan Koht, sem fyrr var vitnað til, bendir á að Ibsen hafi hert mjög á skap- gerðareinkennum persóna sinna í síðustu umritun: „Á það sérstaklega við um Helmer, sem við það hafi svo sannarlega sokkið dýpra niður í hið smá- borgaralega eiginmannshlutverk.13 Ekki er langsótt að tengja hina hörðu gagnrýni á Helmer við borgaralega stöðu hans og metnað sem eiginmanns, fjölskylduföður og borgara. Hann hugsar fyrst og fremst um borgaralegan frama sinn, vill ná sem lengst og kemur fram við eiginkonu sína eins og leik- fang eða dúkku. Svo römm hefur ýmsum þótt gagnrýni Ibsens að þeir hafa tekið upp hanskann fyrir Helmer. Skáldið, alkemistinn og málarinn August 46 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.