Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 56
RÓBERT H. HARALDSSON
Þegar að er gáð virðast reyndar flest tilsvör og samræður Brúðuheitnilis fá
fleiri en eina merkingu. Hvernig eigum við t.d. að taka því þegar Helmer seg-
ir við frú Linde: „Þér komið á heppilegri stundu, frú —“ (143)? Tæplega er í
verkinu saklausari og yfirlætislausari setning enda er hún fullkomlega við-
eigandi í samhengi sínu. Frú Linde kom á sérlega heppilegum tíma til Hel-
mers í atvinnuleit sinni. Smám saman verður okkur þó ljóst að hún kom líka
á heppilegum tíma vegna þess að Helmer þarf að reka starfsmann úr bankan-
um. Og svo rennur það loks upp fyrir okkur hversu kaldhæðnisleg orð Hel-
mers eru því atvinnuleit frú Linde hrindir af stað þeirri atburðarás sem
leggur hjónaband hans í rúst.
Enn annað og áhrifaríkt dæmi um tvíræðni er þegar Nóra segir við frú
Linde:
Afkoma málflutningsmanns er svo óörugg, einkum ef hann vill ekki
koma nærri öðru en hreinum og góðum málum. Það hefiir Torvald
vitanlega aldrei viljað [...]. (131)
Þótt þessi orð séu viðeigandi í samhengi sínu er ljóst að heimfæra má þau
uppá Torvald á annan máta en beinast liggur við. Framtíðarhorfur hans eru
svartar einmitt vegna þess hve erfitt hann á með að horfast í augu við þau
óhreinu og vondu mál sem krauma undir yfirborðinu. Nóra hefur t.d.
óstjórnlega löngun til að segja í áheyrn hans orðin „dauði og pína“ („dod og
pine“) en óttast að þau séu of ljót fyrir hann.12
Vafalaust liggja margar ástæður að baki frásagnaraðferð Ibsens. Með því
að láta persónur sínar ræða óbeint um það sem á eftir að gerast í leikritinu,
hreyfa við því sem er undir yfirborðinu, eykst t.d. hin dramatíska spenna og
verkið fær í senn yfirbragð sígilds harmleiks og gamanleiks. Það sem ég hef
hins vegar áhuga á að skoða nánar er hvernig framsetningarmátinn er tengd-
ur boðskap verksins, einkum gagnrýni þess á persónu Helmers.
Orðrœða Torvalds Helmer
Halvdan Koht, sem fyrr var vitnað til, bendir á að Ibsen hafi hert mjög á skap-
gerðareinkennum persóna sinna í síðustu umritun: „Á það sérstaklega við
um Helmer, sem við það hafi svo sannarlega sokkið dýpra niður í hið smá-
borgaralega eiginmannshlutverk.13 Ekki er langsótt að tengja hina hörðu
gagnrýni á Helmer við borgaralega stöðu hans og metnað sem eiginmanns,
fjölskylduföður og borgara. Hann hugsar fyrst og fremst um borgaralegan
frama sinn, vill ná sem lengst og kemur fram við eiginkonu sína eins og leik-
fang eða dúkku. Svo römm hefur ýmsum þótt gagnrýni Ibsens að þeir hafa
tekið upp hanskann fyrir Helmer. Skáldið, alkemistinn og málarinn August
46
www.malogmenning.is
TMM 2000:1