Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 57
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR
Strindberg er einn þeirra. í formála sínum að Giftas leitast hann við að rétta
hlut Helmers, sýna hve vel hann hafi alltaf komið ff am við Nóru þrátt fyri að
hún sé í reyndinni eyðslukló og lygari. Strindberg spyr hvort ekki sé ofur
eðlilegt að Helmer vilji losa bankann við falsarann Krogstad og hvort ástæða
sé til að sverta þann metnað Helmers að standa sig óaðfmnanlega í starfi.
Strindberg veltir því einnig fyrir sér hvort sanngjarnt sé að hafa í flimtingum
gleðina sem Helmer lætur í ljósi er hann hefur skuldabréf Krogstads í hönd-
unum og áttar sig á því að ekki stafar lengur hætta ff á þessum samviskulausa
lagasnápi. „Leggið hönd við hjartastað, fjölskyldufeður", skrifar Strindberg
og spyrjið sjálfa ykkur hvort þið yrðuð ekki glaðir, ef þið fengjuð þau
skilaboð, að ykkar heittelskaða eiginkona, móðir barna ykkar, hefði
komist hjá því að vera send í tukthúsið. En það er of ódýr tilfmning!
Nei, dýrara skal það vera! Alla leið upp í hinn ídealíska lygahimin.
Herra Helmer skal refsað. Hann er glæpamaðurinn.14
Varnarræða Strindbergs getur virkað sannfærandi sé litið á Brúðuheimili
sem eina allsherjarárás á Borgarann og Fjölskylduföðurinn, á alla þá sem
sækjast eftir borgaralegu hjónabandi og borgaralegum frama. Ibsen er hins
vegar öllu nákvæmari hugsuður en Strindberg virðist átta sig á. I reyndinni
kemur Strindberg ekki auga á vandamálið sem Ibsen er að glíma við með
persónu Helmers. Það verður ljóst ef við berum Helmer saman við Krogstad.
Krogstad vill ekkert síður en Helmer ná langt í samfélaginu, hann leggur
ríka áherslu á að bæta orðspor sitt og vill gjarnan eignast eiginkonu sem er
tilbúin að þjóna honum og börnum hans. Krogstad hlýtur þó ekki þau döpru
endalok sem urðu örlög Helmers og Strindberg harmar. Öðru nær; síðustu
orð Krogstads í leikritinu eru: „Ég hef aldrei fyrr verið svona ótrúlega ham-
ingjusamur“ (187) og við höfum fulla ástæðu til að trúa á að honum takist að
endurheimta orðspor sitt í samfélaginu, eins og hann segir frú Linde að hann
ætli að gera (186). Bankamönnunum Helmer og Krogstad svipar nægilega
saman í borgaralegum metnaði sínum til að við getum notað Krogstad okk-
ur til glöggvunar á Helmer, eins og ég tel reyndar að Ibsen bjóði okkur að
gera.
En hver er munurinn á þeim? Að hvaða leyti er Helmer verr settur en
Krogstad? Einu er vert að huga að hér, því að Krogstad, en ekki Helmer, hefur
fengið að finna fyrir siðferðisvendi samfélagsins, honum hefur verið útskúf-
að. Hann þarf því ekki að ímynda sér mátt vandarins, veit allt um áhrif út-
skúfunar. Við þekkjum hversu erfitt getur verið að bíða eftir viðbrögðum
samfélagsins og hversu auðvelt er að missa stjórn á huglitlu ímyndunaraflinu
undir slíkum kringumstæðum. Helmer hefur hins vegar ekki fengið að
kenna á refsivendi samfélagsins og í huga hans kann sá vöndur einn daginn
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
47