Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Blaðsíða 62
RÓBERT H. HARALDSSON
gjálfrið svo vel að samhenginu, því sem hér er nefnt yfirborðsviðfangsefni
verksins, að við veitum því litla athygli. Að mínum dómi ynni engin túlkun
jafn mikið gegn markmiði Brúðuheimilis og sú sem gerði Helmer að hlægilegri
skopmyndapersónu. Vandamálið sem gegnumlýst er með persónu hans er
vissulega spaugilegt en um leið er það grafalvarlegt og stendur hverjum ein-
staklingi of nærri til að hægt sé að eigna það einni skoplegri persónugerð.
Þegar yfirlýsingar Helmers eru skoðaðar í því ljósi sem hér hefur verið
varpað á þær er freistandi að álykta að Helmer sé falskur, að hann tali þvert
um hug sér. Létum við undan þeirri freistingu kæmum við hins vegar aldrei
auga á höfuðgagnrýni verksins á Helmer. Engin ástæða er til að ætla að þau
ummæli Helmers sem hér hefur verið vitnað til séu sögð gegn betri vitund.
Raunar eru fá dæmi í Brúðuheimili um að Helmer sé falskur eða óeinlægur,17
- a.m.k. virðist hann aldrei einlægari en einmitt þegar hann lætur falla þau
ummæli sem eru í hvað skoplegasta ósamræmi við getu hans og gerðir. Við
höfum fulla ástæðu til að ætla að enginn yrði jafn undrandi og einmitt Hel-
mer sjálfur ef einhver persóna verksins benti honum á gjána milli orða hans
og gerða. Á vissan hátt má segja að vandi hans væri minni og viðráðanlegri ef
hann talaði viljandi gegn betri vitund því þá gæti hann e.t.v. ákveðið að hætta
því!
Brúðuheimili Ibsens er oft borið saman við Kúgun kvenna (1869) eftir
John Stuart Mill enda margt líkt með þessum góðu verkum. Þó tel ég að kafli
úr annarri bók Mills varpi ekki síður athyglisverðu ljósi á Brúðuheimili, eink-
um þann vanda sem Ibsen gegnumlýsir með persónu Helmers. Kaflinn sem
ég hef í huga er í Frelsinu, sem út kom árið 1859, réttum tuttugu árum á und-
an Brúðuheimili. Þar gagnrýnir Mill kristna samtímamenn sína (og Ibsens)
og tekur kristna kenningu sem skýringardæmi um dauða kenningu.
Kenningar, sem í eðli sínu eru til þess fallnar að hafa djúptæk áhrif á
sálir manna, eiga ákaflega hægt með að umhverfast í dauðan bókstaf,
sem orkar hvorki á hugarflug, tilfinningalíf né skynsemi. Þetta birtist
einkar glöggt í þeim hætti, sem allur þorri kristinna manna hefur á um
kristna kenningu. Með kristinni kenningu á ég þá við það, sem allar
kirkjur og trúflokkar játa: boðorð og lífsreglur Nýja testamentisins.18
Mill tekur síðan nokkur dæmi af vel þekktum skoðunum, boðorðum og lífs-
reglum sem kristnir menn játa virðingu sína:
Allir kristnir menn trúa því, að sælir séu fátækir og lítillátir, einnig
þeir, sem ofsóttir eru. Þeir trúa því, að auðveldara sé fýrir úlfalda að
ganga í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að ganga inn í guðs-
ríki, að menn skuli ekki dæma, til þess að þeir verði ekki dæmdir, og
alls ekki sverja. Maður skuli elska náunga sinn eins og sjálfan sig, og
52
www.malogmenning.is
TMM 2000:1