Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 67
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR
August Strindberg telur þessa spurningu Nóru sérdeilis óheiðarlega og að
Ibsen sé einnig óheiðarlegur í því að leggja Helmer einungis í munn hina
máttlausu spurningu („Ja, alvarlega-hvað áttu við?“)- Svona heldur Strind-
berg síðan áfram:
Helmer hefði átt að svara: „Nei, litli hænuunginn minn, því tek ég svo
sannarlega ekki eftir. Við áttum mjög alvarlegar samræður þegar
börn okkar fæddust, því við ræddum um framtíð þeirra, við áttum
mjög alvarlegar samræður þegar þú vildir koma víxilfalsaranum
Krogstad að sem skrifstofustjóra í bankanum, við ræddum alvarlega
saman, þegar líf mitt hékk á bláþræði, um stöðuhækkun ffú Linde,
um heimilishaldið, um föður þinn sálugan, lækninn sem haldinn var
sárasóttinni, við höfúm rætt saman alvarlega í átta löng ár, en við höf-
um einnig spaugað, og það var við hæfi, því lífið er ekki aðeins tóm
alvara.j...].“ (16)
Strindberg vísar hér til (i) samræðna sem ekki eru í Brúðuheimili (um börnin
og framtíð þeirra) en ætla má að hjón eigi, (ii) samræðna sem verkið gefur til
kynna að hafi átt sér stað (þegar líf Helmers hékk á bláþræði) og (iii) til sam-
ræðna sem eru í leikritinu (öll hin dæmin). Ljóst er að Strindberg gefur sér
annars vegar að samræður um alvarleg mál (t.d. fæðingu barna) séu alvar-
legar samræður og að „alvarleg“ orð séu nauðsynlega til marks um að sam-
ræðurnar séu alvarlegar. Hann álítur að það sé þetta sem Nóra eigi við með
orðunum alvarleg samræða.
Ibsen er hins vegar sem fyrr nákvæmari hugsuður en Strindberg ætlar. Það
verður ljóst ef við skoðum framhaldið á samræðu Nóru og Helmers. Spurn-
ingu Helmers („Ja, alvarlega - hvað áttu við?“) svarar Nóra með orðunum:
í átta ár samfellt - já, lengur - alveg ffá okkar fyrstu kynnum höfum
við aldrei skipst á alvarlegu orði um alvarleg efni. (201)
Nóra neitar því ekki að alvarleg orð hafi verið sögð eða að snert hafi verið á
alvarlegum umræðuefnum. Hún neitar því að þetta tvennt hafi farið saman,
að þau hjónin hafi nokkurn tíma skipst á alvarlegum orðum um alvarleg
efhi. Öll raunverulegu dæmin um samræðuefni sem Strindberg nefnir úr
Brúðuheimili (liður iii hér að ofan) eru einmitt dæmi sem ég tók um sam-
ræður þar sem þetta tvennt fer ekki saman, þar sem a.m.k. annar þátttakandi
samræðunnar finnur ekki þau alvarlegu orð sem hæfa alvarlegu viðfangs-
efni. Hjónin hafa t.d. ekki rætt alvarlega saman um það feilspor manns
(konu) að falsa skuldabréf. Frásagnaraðferð Ibsens miðar einmitt að því að
sýna þetta og undirstrika, eins og þegar hefur verið rakið.26 Og flest þau orð
sem hann leggur Helmer í munn miða einnig að hinu sama. Helmer velur
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
57