Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 67
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR August Strindberg telur þessa spurningu Nóru sérdeilis óheiðarlega og að Ibsen sé einnig óheiðarlegur í því að leggja Helmer einungis í munn hina máttlausu spurningu („Ja, alvarlega-hvað áttu við?“)- Svona heldur Strind- berg síðan áfram: Helmer hefði átt að svara: „Nei, litli hænuunginn minn, því tek ég svo sannarlega ekki eftir. Við áttum mjög alvarlegar samræður þegar börn okkar fæddust, því við ræddum um framtíð þeirra, við áttum mjög alvarlegar samræður þegar þú vildir koma víxilfalsaranum Krogstad að sem skrifstofustjóra í bankanum, við ræddum alvarlega saman, þegar líf mitt hékk á bláþræði, um stöðuhækkun ffú Linde, um heimilishaldið, um föður þinn sálugan, lækninn sem haldinn var sárasóttinni, við höfúm rætt saman alvarlega í átta löng ár, en við höf- um einnig spaugað, og það var við hæfi, því lífið er ekki aðeins tóm alvara.j...].“ (16) Strindberg vísar hér til (i) samræðna sem ekki eru í Brúðuheimili (um börnin og framtíð þeirra) en ætla má að hjón eigi, (ii) samræðna sem verkið gefur til kynna að hafi átt sér stað (þegar líf Helmers hékk á bláþræði) og (iii) til sam- ræðna sem eru í leikritinu (öll hin dæmin). Ljóst er að Strindberg gefur sér annars vegar að samræður um alvarleg mál (t.d. fæðingu barna) séu alvar- legar samræður og að „alvarleg“ orð séu nauðsynlega til marks um að sam- ræðurnar séu alvarlegar. Hann álítur að það sé þetta sem Nóra eigi við með orðunum alvarleg samræða. Ibsen er hins vegar sem fyrr nákvæmari hugsuður en Strindberg ætlar. Það verður ljóst ef við skoðum framhaldið á samræðu Nóru og Helmers. Spurn- ingu Helmers („Ja, alvarlega - hvað áttu við?“) svarar Nóra með orðunum: í átta ár samfellt - já, lengur - alveg ffá okkar fyrstu kynnum höfum við aldrei skipst á alvarlegu orði um alvarleg efni. (201) Nóra neitar því ekki að alvarleg orð hafi verið sögð eða að snert hafi verið á alvarlegum umræðuefnum. Hún neitar því að þetta tvennt hafi farið saman, að þau hjónin hafi nokkurn tíma skipst á alvarlegum orðum um alvarleg efhi. Öll raunverulegu dæmin um samræðuefni sem Strindberg nefnir úr Brúðuheimili (liður iii hér að ofan) eru einmitt dæmi sem ég tók um sam- ræður þar sem þetta tvennt fer ekki saman, þar sem a.m.k. annar þátttakandi samræðunnar finnur ekki þau alvarlegu orð sem hæfa alvarlegu viðfangs- efni. Hjónin hafa t.d. ekki rætt alvarlega saman um það feilspor manns (konu) að falsa skuldabréf. Frásagnaraðferð Ibsens miðar einmitt að því að sýna þetta og undirstrika, eins og þegar hefur verið rakið.26 Og flest þau orð sem hann leggur Helmer í munn miða einnig að hinu sama. Helmer velur TMM 2000:1 www.malogmenning.is 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.