Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 68
RÓBERT H. HARALDSSON iðulega hefðbundin orð sem hann telur að aðrir gætu samþykkt sem alvarleg („Vertu sæll kæri vinur, ég mun aldrei gleyma þér, þú varst mér svo samvax- inn“), - orð sem ná ekki að tjá þá alvöru sem viðfangsefni augnabliksins gef- ur tilefni til. „Sofið, Rank læknir“ og: ,,[Þ]akk fyrir eldinn“, eru alvarleg orð um alvarleg efni, - alvarlegar samræður í skilningi Nóru. Svo virðist sem Strindberg telji þrátt fyrir allt að Helmerhjónin hafi getað rætt saman í meiri alvöru því hann botnar ofangreint og ímyndað svar Hel- mers með eftirfarandi orðum: »[...] Við hefðum án efa getað rætt saman af meiri alvöru efþú hefðir verið svo vinaleg að segja mér frá áhyggjuefnum þínum, en þú varst of undirförul, því þér gafst betur að vera dúkka mín en vinur.“ Ekki er auðséð hvernig ber að skilja þessi orð. Vera má að Strindberg eigi ekki við annað en að fjöldi alvarlegra viðfangsefna í samræðum þeirra hjóna hefði aukist ef Nóra hefði trúað Helmer fyrir áhyggjum sínum. Feilspor hennar, veikindi hans og ótti hennar við Krogstad hefðu þá t.d. orðið meðal umræðuefha þeirra. Hins vegar kann niðurlag tilsvarsins sem hann leggur Helmer í munn einnig að sýna að Strindberg telji, þrátt fyrir allt, að þær sam- ræður sem hjónin eiga raunverulega í leikritinu gætu hafa verið alvarlegri, þar gætu orð og viðfangsefni fallið betur saman. Sá alvöruskortur sé hins vegar Nóru að kenna, hún hafi verið of undirförul. Hann skrifi því tvíræðn- ina í samræðum verksins á reikning Nóru, hún hafi brotið skýlausa siðareglu samfélagsins og haldið því leyndu fyrir manni sínum. Hjá Strindberg skyggir hið siðferðilega brot Nóru gjörsamlega á tvíræðn- ina í samræðum verksins eða, hafi hann tekið eftir henni, er tvíræðnin ein- ungis skoðuð sem ein afleiðing siðabrotsins. Á hvorn veginn sem það nú er þá er það afbrot Nóru sem öllu skiptir að mati Strindbergs. Ég lít hins vegar svo á að það sé sjálf tvíræðnin, gjáin á milli alvarlegra orða og alvarlegra viðfangsefna, sem sé eiginlegt viðfangsefni Brúðuheimilis; það siðferðilega vandamál sem gegnumlýst er. Þar sé boðskap verksins að finna. Önnur sið- ferðileg álitamál liggja vissulega nær yfirborðinu og eru líklegri til að fanga athygli okkar og vekja siðferðiskennd okkar. En til að koma auga á hið eigin- lega vandamál verðum við að sjá í gegnum þessi álitamál sem fljóta á yfir- borði verksins. Eða, með öðrum orðum, ein ástæða þess að við komum ekki auga á hinn raunverulega siðferðisvanda er siðferðiskennd okkar. Þetta virð- ist eiga við í tilviki Strindbergs. Allt tal hans um Brúðuheimili einkennist af ströngum siðferðilegum predikunartóni, einkum í garð Nóru. Hin sterka siðferðiskennd hans stendur einmitt í vegi þess að hann sjái hið eiginlega sið- ferðilega vandamál verksins. 58 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.