Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 71
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR NÓRA horfir stöðugt á hann og segir með ce stjarfari svip: Já, nú er ég farin að skilja það til hlítar. (197) Á þessu augnabliki má vera að lesandinn sé líka farinn að velta því fyrir sér hvaða afsökun geti réttlætt athæfi Nóru. Réttlætir einlæg ást falsaða undir- skrift? Er leyfilegt að falsa undirskrift til að bjarga lífi ástvinar? Ég held því hins vegar fram að sitji maður eftir með þessar spurningar í lok verksins hafi maður ekki lesið það af athygli, ekki tekið eftir tvíræðninni í samræðum verksins, því hvernig djúp gjá getur myndast á milli orða og athafha einstak- linga. Siðapredikarinn í manni hefur þá staðið í vegi þess að maður sjái hið eiginlega vandamál sem leikritið setur á svið og gegnumlýsir. Vissan „imm- oralisma“ þarf því til að koma auga á siðferðilegan boðskap verksins. Hið undursamlega Eitt af því sem valdið hefur mönnum heilabrotum um Brúðuheimili er tal Nóru um hið undursamlega (detvidunderlige) oghið undursamlegasta (det vidunderligsté). I lok Brúðuheimilis segist hún ekki lengur trúa á neitt undur- samlegt og verkinu lýkur á spurningu og upphrópun Helmers: „Hið undur- samlegasta-?!“ (208). Hvað er hið undursamlega oghið undursamlegasta? í greininni „Ibsen and the realistic problem drama“ heldur Bjorn Hemmer því fram að hið undursamlega sé „retórískur“ ffasi sem Nóra noti yfir þann fjarstæðukennda draum sinn að Helmer taki fulla og algera ábyrgð á gerðum hennar (falsaðri undirskrift) og bjóði samfélaginu þannig birginn.31 Hins vegar telur Bjorn Hemmer að Nóra grípi til orðalagsins hið undursamlegasta eftir að hún hafi misst trúna á þennan draum og noti það til að lýsa þeirri veiku von að Helmer breytist og að einhvern tíma í framtíðinni hittist þau aftur sem tveir sjálfstæðir og frjálsir einstaklingar (83). Það er rétt hjá Hemmer að Nóra notar orðið „undursamlegt“ oft - t.d. sex sinnum í fyrsta þætti32 - og einnig er rétt að hún notar það þegar hún ræðir um þann möguleika að einhver gefi sig ffam og taki á sig sök hennar (í sam- ræðum við ffú Linde í lok annars þáttar) og í þriðja þætti verður ljóst að hún býst við því að eiginmaður hennar, Helmer, muni gera það. Hins vegar er vandinn við skoðun Hemmers tvíþættur. 1 fyrsta lagi segist Nóra ekki trúa á neitt undursamlegt eftir að efsta stigið, „hið undursamlegasta“, er notað í leikritinu. Það er einmitt þegar Helmer spyr hana um hið undursamlegasta sem Nóra segist ekki trúa á neitt undursamlegt. Hún hefúr því á þessum tímapunkti miklar efasemdir um bæði hið undursamlega og hið undursam- legasta. I öðru lagi skýrir Hemmer ekki hvers vegna Nóra notar sama orðið til að lýsa annars vegar veruleikafirrtum draumi sínum um að einhver muni TMM 2000:1 www.malogmenning.is 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.