Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 72
RÓBERT H. HARALDSSON fórna sér fyrir hana oghins vegar þeirri veiku („útópísku") von að þau hjónin muni hittast í framtíðinni sem frjálsir jafningjar. Þótt Nóra noti orðið „hið undursamlega" þegar hún ræðir við frú Linde um þann möguleika að einhver muni taka á sig sök hennar, þurfum við ekki nauðsynlega að skilja hið undursamlega svo að það felist í því að einhver taki sök hennar á sig! Vissulega virðist þessi túlkun blasa við sérstaklega ef við erum föst í þvi að skoða verkið sem rökræðu um inntak ákveðinna siðferði- legra viðhorfa. En við verðum að skoða orð Nóru í samhengi við þá tvíræðni sem einkennir allt leikritið og þá fyrrnefndu gjá sem er á milli orða og at- hafna Helmers. Mikilvægt er einnig að minnast þess að Helmer er þegar bú- inn að lýsa því yfir við Nóru að hann sé nógu sterkur til að bjóða samfélaginu birginn, hann muni taka allt á sig (166). Við getum því allt eins skilið merk- ingu hins undursamlega hjá Nóru sem von um það að einhver, sem þegar er búinn að lýsa því yfir að hann muni taka á sig sökina, muni standa við orð sín.33 Hið undursamlega þarf því ekki að merkja athöfn af ákveðnu tagi (fórnarathöfn) heldur hitt að athafnir og orð fari saman, að gjáin milli orða og viðfangsefnis hafi verið brúuð, að samræður þeirra hjóna verði alvarlegar. Það er þessi von sem er næstum því kæfð í brjósti Nóru við leikslok þegar hún segist ekki trúa á neitt undursamlegt. Hún hefur séð í gegnum orðagjálf- ur Helmers og hún hefur áttað sig á því að hennar eigin orð hafa stundum verið sama marki brennd og hans. Framan af skortir orð Nóru ekki síður al- vöru en orð Helmers. Hér má nefna dagdraum hennar um Rank lækni, hug- leiðingar hennar um að hafa ekki viljað ónáða föður sinn, óbeinar vísanir á leyndarmálið og margt fleira. Nóra segir líka að þau hjónin hafi aldrei skipst á alvarlegu orði um alvarleg efni og beinir ásökunum sínum þannig að þeim báðum, ekki honum einum. Og skilningur hennar á þeim orðum sem hún hefur sjálf notað breytist. Framan af hefur hún t.d. orðið „ókunnugur“ um menn eins og Krogstad, þá sem hafa aðra samfélagsstöðu en hún, en í lok verksins segist hún ekki geta eytt annarri nóttu í húsum ókunnugs manns, ekki tekið við neinu frá ókunnugum manni. Eiginmaður hennar sem í aug- um samfélagsins stendur henni næst og hún ætti, samkvæmt viðteknum skoðunum, að þekkja best, er henni algerlega ókunnugur. Orðið „ókunnug- ur“ fær þannig persónulega merkingu sem þó er fullkomlega skýr og í skilj- anlegu samhengi við fyrri notkun þess í leikritinu.34 í lok verksins spyr Helmer Nóru hvort hann geti aldrei orðið annað en ókunnugur í hennar augum. Svar hennar er upphaf síðustu orðaskipta þeirra hjóna: NÓRA: [...] Æ, Torvald, þá yrði hið undursamlegasta að gerast - HELMER: Segðu mér hvað þetta undursamlegasta er! 62 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.