Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 73
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR NÓRA: Þá yrðu bæði þú og ég að breyta okkur þannig að Oo, Tor- vald, ég trúi ekki lengur á neitt undursamlegt. HELMER: En ég vil trúa á það. Segðu það! Breyta okkur þannig að -? NÓRA: Að samlíf okkar gæti orðið hjónaband. Vertu sæll. Hið undursamlegasta felst í því að þau bæði breytist þannig að samlíf þeirra gæti orðið hjónaband. Þetta samband sem aðrir kalla hjónaband er ekki í reynd hjónaband, líkt og samræður þeirra undanfarin átta ár hafa ekki verið alvarlegar samræður. Vonbrigði Nóru með hjónaband sitt stafa einmitt af skorti á alvarlegum samræðum. Hugmyndir hennar um hið undursamlega hafa því ekki breyst. Þær felast ennþá í því að alvarleg orð verði notuð um al- varleg viðfangsefni, að orðagjálfrinu ljúki, að það sem er gefið saman, nái saman aftur. Það er hið undursamlega.35 Nokkur skilyrði alvarlegrar samrœðu Þótt Nóra yfirgefi heimili sitt full efasemda ríkir ekki vonleysi í lok Brúðu- heimilis. Upphafsskref alvarlegrar samræðu hafa verið stigin og leikritið hef- ur komið orðum að nokkrum skilyrðum slíkrar samræðu. Fyrsta skilyrðið ber á góma strax eftir að Nóra hefur kvartað undan skorti á alvarlegum sam- ræðum: Ég er ekki að tala um áhyggjur. Ég segi að við höfum aldrei setið saman og reynt í alvöru að komast til botns í einu né neinu. (201) Áherslan hvílir ekki á samræðunni sem slíkri eða mikilvægi þess að ræða saman heldur á því að komast til botns í viðfangsefninu. í beinu framhaldi af þessu svari Nóru ræða hjónin síðan um ástina. Og eftir langar og alvarlegar samræður segir Helmer við Nóru: „Þú elskar mig ekki lengur." Og hún svar- ar: „Nei, það er mergurinn málsins“ (205). Þannig fáum við strax dæmi um hvernig hjón geta komist til botns í erfiðu máli. Nóra sér líka til botns í að- stæðum Ranks þegar hún kveður hann með orðunum „Sofðu vel“. Alvarleg- ar samræður Ranks og Nóru byggjast á gagnkvæmri viðurkenningu á takmörkum mannlegs máls. Þegjandi samkomulag ríkir hjá þeim um að best sé að hafa engin orð um það sem „verður að gerast“. Tvíræðnin gefur orðum þeirra því aukna og nákvæmari merkingu en gerir þau ekki skoplega innan- tóm líkt og á við í tilviki Helmers. Langt mál mætti skrifa um skilyrði alvarlegrar samræðu eins og þau birt- ast okkur í Brúðuheimili. Hér verða fáein orð látin duga. í alvarlegri samræðu stýrir viðfangsefnið orðavalinu; orðin lúta umræðuefninu. Einstaklingurinn TMM 2000:1 www.malogmenning.is 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.