Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 82
BALDUR HAFSTAÐ
Hið bólgna orðalag um kosmos verður í bókstaflegum skilníngi
hlægilegt ef reynt er að þýða það. (89)
Þegar kvæðunum átti að snúa á mál heimspekinnar [þ.e. þýsku]
höfðu þau óviðráðanlega tilhneigíngu til að verða marklaust
hjal... (90)
... einhverskonar fordild, óskyld skáldskap, rak hann útí iðju sem of
oft fólst í því að smíða tröllaukin ílát utanum loft, volduga minnis-
varða yfir sosum ekki neitt. (90)
Laxness skrifar hér um álit sitt á kveðskap Einars. Um sögurnar ræðir hann
ekki á þessum stað eða öðrum vettvangi.
Valshreiðrið er sennilega þekktasta og vinsælasta smásaga Einars Bene-
diktssonar. Hún birtist í Sögum ogkvæðum (ártalið á bókinni er 1897; hún
mun þó ekki hafa komið út fyrr en snemma árs 1898) en hafði fyrst litið
dagsins ljós í blaði Einars Dagskrá í fimm hlutum í ágústmánuði árið 1896.
Samtímamenn Einars báru strax lof á söguna. Hannes Þorsteinsson ritstjóri
Þjóðólfs segir hana langffemsta af sögunum í safninu og fer um hana mörg-
um orðum (15. apríl 1898). Þeir Jón Ólafsson og Þorsteinn Gíslason hrósa
sögunni einnig í blöðum sínum, Nýju öldinni (23. apríl) og íslandi (18. apríl)
en eru ffemur neikvæðir í garð bókarinnar í heild og spara þá ekki stóryrðin.
Almennt um smásögurnar segir Matthías Jochumsson í Þjóðólfi (20. maí) að
þær séu afbragð og sýni „ekki smáfelda sálarhæfileika".1 Og áttatíu árum síð-
ar segir Kristján Karlsson að Valshreiðrið sé „meðal allra bestu smásagna
tungunnar" (9).
f Valshreiðrinu er sagt frá ungum elskendum. Þau voru nágrannar og
kunnug ff á barnæsku. Hann var fátækur en hafði verið kostaður í skóla; hún
var falleg og efnuð. Þau höfðu verið trúlofuð í nokkur ár og hann bar silfur-
hring frá henni. Hún var viljasterk og bjó yfir sannfæringarkraffi. Hann
hafði oft látið undan henni í leik og sætti sig allvel við það enda hreifst hann
af kappi hennar og jafhffamt af þeirri blíðu sem hún átti stundum til. En
„... smátt og smátt læddist sú meðvitund inn í huga minn, að hún ekki ein-
asta stæði ofar en jeg, heldur líka að hún finndi það sjálf...“ (60). Lítið atvik
varð svo til þess að leiðir þeirra skildi. Þau höfðu gengið fram á klettabrún
sem valur átti hreiður undir:
Við litum út yfir hamraflugið og svo hvort á annað. Okkur datt báð-
um það sama í hug.
„Þorirðu að síga?“ sagði hún, og gægðist fram yfir brúnina, en hjelt
sjer þó í handlegginn á mjer. (62)
72
www.malogmennmg.is
TMM 2000:1