Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 88
BALDUR HAFSTAÐ Ögrandi storkun Höddu Pöddu á bjargbrúninni minnir mjög á stúlkuna í Valshreiðrinu;4 og tveir einbeittir viljar í Dúnu Kvaran eiga sér furðu mikla samsvörun í smásögu Einars. I báðum smásögunum birtist þörfin til að ná valdi á annarri mannveru og sigra - í nálægð ógnvænlegra hamra. En endalokin í Dúnu Kvaran eru eins og í Barni náttúrunnar. Ástin sigrar; tilfinningar haturs og eigingirni láta í minni pokann. Ekki þarf að efast um að Laxness hafi lesið bæði Dúnu Kvaran5 og Höddu Pöddu. Sambandið við síðarnefnda verkið felst meðal annars í því að kven- persónurnar fara einar að klettunum á vit sælla minninga. Þá má minna á hlutverk hnífsins í báðum verkum. Laxness fer aðra leið með hnífinn og læt- ur Randver kasta honum frá sér og Huldu finna hann löngu síðar. Leit Huldu að hnífhum á sér samsvörun í leitinni að perlubandi Hrafnhildar. Um Huldu má segja að í henni sameinist eðli systranna í Höddu Pöddu, tryggð Hrafn- hildar og rándýrseðli Kristrúnar. Um tengsl Laxness við Dúnu Kvaran mætti taka fram að hér sem oftar beitir hann sínum „öfugu forteiknum“: Dúna er í upphafi sögunnar eins og Hulda í Barni náttúrunnar hefði viljað verða: víð- förul heimskona. En skyldleiki Huldu við stúlkuna í Valshreiðrinu er þó mun nánari, ekki síst vegna þess að þær stöllur eru óaðskiljanlegur hluti náttúrunnar og sveit- arinnar; Dúna er aftur á móti eins og gestur í sveitinni þrátt fyrir þá fullyrð- ingu í upphafi og sögulokum að fuglarnir hafi sungið nafn hennar. Dúna las þar Jean-Christophe og fitlaði við veiðistöng að sið sportveiðimanna. Hún var „líkneski“ en náttúran og dalurinn fótstallur hennar (381). Og það var ekki hin safaríka og ósnortna náttúra í sveitinni sem „streymdi í kvaki og angan inn um gluggann“ hennar (390). Það var náttúran utan við sjúkrahús- ið í Reykjavík. Hver er þá niðurstaðan af þessari athugun? Vissulega eru björg og hamrar hluti íslenskrar náttúru sem allir þekkja. Sviðsetning sögu við slíka staði er því ekki tiltakanlega frumleg en áreiðanlega heillandi viðfangsefhi. Hitt er greinilegt að þau verk, sem hér voru nefnd, kallast á. Glímt er við svipaðar hugmyndir í þeim öllum þó útfærslur séu breytilegar. Um listrænan árangur hinna þriggja höfunda á þessum tiltekna vettvangi má að sjálfsögðu deila þó margt styðji þá skoðun að sá sem fyrsta tóninn gaf hafi náð áhrifamestum hljómi. En Kamban kemur óneitanlega inn á sviðið eins og hressandi storm- sveipur. Og Laxness sýnir strax í þessari fýrstu skáldsögu sinni að hann kann þá list að beita „öfugum forteiknum".6 78 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.