Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 94
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR um ókomna atburði. Þetta finnst öðrum sögupersónum sjálfsagt og eðlilegt. Þær verða aldrei hissa, í mesta lagi þreyttar á fyrirganginum. Undir þetta tekur Wendy B. Faris í ritgerð sinni: „Scherazade’s Children: Magical Realism and Postmodern Fiction“ en hún tiltekur reyndar fleiri at- riði sem saga þarf að uppfylla til að hljóta titilinn töfraraunsæi.7 í ritgerð sinni setur Faris ff am nokkur grundvallareinkenni sem nota má til að skoða verk sem skrifuð eru í anda töff araunsæis. í fyrsta lagi segir hún að texti þurfi að innihalda þætti sem tengja má við eitthvað sem við getum ekki skýrt með raunsæjum hætti. I öðru lagi þarf lesandi að hika á milli tveggja andstæðra skýringa á undarlegu fyrirbæri og um leið þarf hann að ef- ast um þennan undarlega atburð. í þriðja lagi upplifir lesandi nálægð eða samruna tveggja ólíkra heima. 1 fjórða lagi þarf textinn að draga í efa við- teknar hugmyndir um tíma og rúm. í fimmta lagi tekur textinn afstöðu gegn skriffæði og beinir honum gegn hefðum og reglum eins og glöggt má sjá í suður-amerískum bókmenntum sem oft gagnrýna alræði og heraga á tákn- rænan hátt. í sjötta lagi setja forn trúarbrögð og þjóðsagnir mark sitt á text- ann en í honum birtist oft löngun til að viðhalda fortíðinni sem oft hefur verið smækkuð eða þurrkuð út. Einnig segir Faris að karnivalískt andrúms- loft sé oft notað í töfraraunsæjum textum þar sem tungumálið sé notað á fjarstæðukenndan og yfirdrifínn hátt.8 Lesendur þurfa ekki að velta þessum einkennum lengi fyrir sér til þess að sjá að þau renna töluvert saman við skilgreiningar á fantasíunni. Það sem skilur sig hinsvegar alfarið ffá fantasíunni er sú skilgreining að forn trúar- brögð og þjóðsagnir setji mark sitt á textann og að í honum birtist löngun til að viðhalda tryggð við fortíðina. í mörgum þeirra greina sem ég hef lesið um töfraraunsæi er áherslan einmitt lögð á þetta atriði. P. Gabrielle Foreman tekur þetta einmitt til umræðu í grein sinni „Past-On Stories: History and the Magically Real, Morrison and Allende on Call“9 en hún segir að ólíkt fantasíu og súrrealisma geri töff araunsæið ráð fyrir að ein- staklingurinn þarfnist tengsla við hefðir og trúarbrögð samfélagsins, þ.e. að hann sé tengdur sögu sinni og menningu. Með því að einfalda mjög má segja að fantasían gerir ráð fýrir einstaklingi sem upplifir heim handan marka samfélagsins en það gerir töfraraunsæið ekki. í svipaðan streng tekur Ray A. Verzasconi í ritgerð sinni: Magical Realism and the Literary World ofMiguel Ángel Austurias en hann gengur einmitt út frá því að í töffaraunsæi sé gamla menningin tekin og heimfærð upp á nú- tímann. Höfundar nota goðsagnir og hjátrú til að fmna nýja merkingu og sýna nútímann í nýju ljósi. Þeir reyna að enduruppgötva í goðsögunum hin 84 www.malogmenmng.is TMM 2000:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.