Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 96
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR
það er hann sem stjórnar örlögum hennar. Reynslan hefur kennt henni að
það borgar sig að hlusta á heilræði Bokka. Margrét hlýðir rödd fylgjunnar og
verður fyrir vikið gæfusöm manneskja og er í sögulok ríkari af reynslu og
visku
Ragna tekur hér gamlan menningararf og snýr honum rækilega upp á nú-
tímann (sbr. skilgreiningu Verzasconis). Hún notfærir sér gamlar sagnir af
fylgjum, en í stað þess að láta hana vera framliðna manneskju er hún orðin að
fugli sem ferðast hefur um öll heimsins höf og blótar á öllum heimsins
tungumálum þegar ruddamennskan ber hann ofurliði en það gerist stund-
um, Margréti til sárrar nauðar.
Þannig er Bokki nútímafylgja, ekki bara hvað útlit varðar heldur og innræti.
Og því skyldi fylgjan ekki breytast eins og mennirnir? Islendingar eru jú hættir
að ganga á sauðskinnsskóm í mýrarbleytunni og ferðast nú víðar en til Noregs
og Danmerkur. íslendingar ferðast mikið nú til dags og þarfnast þ.a.l. léttrar og
liðugrar fylgju sem getur setið á öxl þeirra og það geta fuglar einmitt. Enginn
hefur hins vegar haft spurnir af gamaldags fylgju sem til væri í slíkt!
Verzasconi telur að höfundar noti goðsögur og hjátrú til að finna nýja
merkingu og sýna nútímann í nýju ljósi. Sama gerir Ragna með því að setja
Bokka inn í sögu sína. Með aðstoð hjátrúarinnar (Bokka-fylgjunnar) finnur
Margrét merkinguna í lífi sínu og í gegnum hann nær hún tengingu við for-
tíð sína sem annars hefði verið henni hulin um alla eilífð.
Ég hef vísað í Skot Rögnu vegna þess að ég vildi taka dæmi um jákvæða og
vinalega fylgju en eins og ég hef áður bent á er sjaldgæft að rekast á slíkar
fylgjur í eldri bókmenntum. Ein þekktasta fylgjan/draugurinn í íslenskum
bókmenntum heitir Gunnvör og hún á heima í Sjálfstœðufólki eftir Halldór
Laxness.
Gunnvör og hreindýrið
Líkt og við þekkjum úr suður-amerískum bókmenntum notar Halldór Lax-
ness miskunnarlaust pólitíska umræðu samtímans og þekktar pólitískar
persónur sem viðfangsefni í bók sinni. Hann skrumskælir íslenska stjórn-
málamenn (andstæðinga sína að sjálfsögðu!), vitnar svo til orðrétt í ræður
þeirra og gerir þá að athlægi. Hann notaði beittan penna sinn í stjórnmála-
slagnum og var sem slíkur hættulegur andstæðingur.
Aðalpersónan í Sjálfstæðu fólki, Bjartur í Sumarhúsum, hefur um margra
ára skeið unnið sem vinnumaður á Útirauðsmýri hjá ríkasta bóndanum í
sveitinni. Gegn því að taka sér fyrir konu stúlkuna Rósu, sem sonur hrepp-
stjórans hefur barnað fær Bjartur að launum jörð til að búa á. Þar með er
heitasta ósk Bjarts uppfyllt því hann þráir ekkert heitara en að vera sjálfstæð-
86
www.malogmennmg.is
TMM 2000:1