Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 96
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR það er hann sem stjórnar örlögum hennar. Reynslan hefur kennt henni að það borgar sig að hlusta á heilræði Bokka. Margrét hlýðir rödd fylgjunnar og verður fyrir vikið gæfusöm manneskja og er í sögulok ríkari af reynslu og visku Ragna tekur hér gamlan menningararf og snýr honum rækilega upp á nú- tímann (sbr. skilgreiningu Verzasconis). Hún notfærir sér gamlar sagnir af fylgjum, en í stað þess að láta hana vera framliðna manneskju er hún orðin að fugli sem ferðast hefur um öll heimsins höf og blótar á öllum heimsins tungumálum þegar ruddamennskan ber hann ofurliði en það gerist stund- um, Margréti til sárrar nauðar. Þannig er Bokki nútímafylgja, ekki bara hvað útlit varðar heldur og innræti. Og því skyldi fylgjan ekki breytast eins og mennirnir? Islendingar eru jú hættir að ganga á sauðskinnsskóm í mýrarbleytunni og ferðast nú víðar en til Noregs og Danmerkur. íslendingar ferðast mikið nú til dags og þarfnast þ.a.l. léttrar og liðugrar fylgju sem getur setið á öxl þeirra og það geta fuglar einmitt. Enginn hefur hins vegar haft spurnir af gamaldags fylgju sem til væri í slíkt! Verzasconi telur að höfundar noti goðsögur og hjátrú til að finna nýja merkingu og sýna nútímann í nýju ljósi. Sama gerir Ragna með því að setja Bokka inn í sögu sína. Með aðstoð hjátrúarinnar (Bokka-fylgjunnar) finnur Margrét merkinguna í lífi sínu og í gegnum hann nær hún tengingu við for- tíð sína sem annars hefði verið henni hulin um alla eilífð. Ég hef vísað í Skot Rögnu vegna þess að ég vildi taka dæmi um jákvæða og vinalega fylgju en eins og ég hef áður bent á er sjaldgæft að rekast á slíkar fylgjur í eldri bókmenntum. Ein þekktasta fylgjan/draugurinn í íslenskum bókmenntum heitir Gunnvör og hún á heima í Sjálfstœðufólki eftir Halldór Laxness. Gunnvör og hreindýrið Líkt og við þekkjum úr suður-amerískum bókmenntum notar Halldór Lax- ness miskunnarlaust pólitíska umræðu samtímans og þekktar pólitískar persónur sem viðfangsefni í bók sinni. Hann skrumskælir íslenska stjórn- málamenn (andstæðinga sína að sjálfsögðu!), vitnar svo til orðrétt í ræður þeirra og gerir þá að athlægi. Hann notaði beittan penna sinn í stjórnmála- slagnum og var sem slíkur hættulegur andstæðingur. Aðalpersónan í Sjálfstæðu fólki, Bjartur í Sumarhúsum, hefur um margra ára skeið unnið sem vinnumaður á Útirauðsmýri hjá ríkasta bóndanum í sveitinni. Gegn því að taka sér fyrir konu stúlkuna Rósu, sem sonur hrepp- stjórans hefur barnað fær Bjartur að launum jörð til að búa á. Þar með er heitasta ósk Bjarts uppfyllt því hann þráir ekkert heitara en að vera sjálfstæð- 86 www.malogmennmg.is TMM 2000:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.