Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 98
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR
Svo staðráðinn er hann í ákvörðun sinni að hann getur ekki einu sinni látið
það eftir Rósu konu sinni að kasta steini á dys Gunnvarar en það er trú
manna að þeir sem það gera sleppi undan ásókn Gunnvarar. Rósa trúir að
það muni róa Gunnvöru en Bjarti verður ekki þokað. Hann segir:
. .. ég vil ekki hafa neitt dekur við afturgaungur. Ég held hún megi
liggja þar sem hún er komin, kerlingargípan... Fari hún margniður-
negld, helvítis kerlingin,.. ,12
Hér er kominn fyrsti fyrirboði eða váboði sögunnar. Fyrirmælum draugsins
er ekki fylgt og lesandinn veit að sagan fer illa. Þjóðsagan sem sögð er í upp-
hafi Sjálfstœðs fólks hefur þannig lík áhrif á lesanda og draumar og forspár í
íslendingasögum. Forspáin skapar eftirvæntingu lesanda og vekur upp
spurningar. Hafa tímarnir breyst? Er orðið líft á heiðarkotunum? Voru það
draugar sem ráku bændur af býlum þeirra og bönuðu börnum þeirra... eða
hvað?
Raunsær lesandi áttar sig á að saga Kólumkilla er tvöföld. Það er ekki
sögumaður Sjálfstæðs fólks sem segir söguna af Kólumkilla. Það er Reykdal-
ín, einn af ættfeðrum hreppstjórans á Útirauðsmýri, sem það gerir og sú
staðreynd fær lesandann til að spyrja sjálfan sig að því hvort höfundur hugsi
sér að hástétt fortíðarinnar hafi í og með notað draugasögur til að slá ryki í
augu lágstéttarinnar. Reykdalín kennir draugum um fátækt og ill örlög kot-
unga sinna og hefur eflaust haft hag af þeirri skýringu þar sem spjótin bárust
ekki að honum á meðan! Því er saga Kólumkilla tvöföld „annars vegar saga
um draugagang á máli þjóðtrúar (Reykdalín), hins vegar saga á „hagnýtu“
máli sem segir okkur að hástétt liðinna alda hafi setið yfir hlut heiðar-
kotunga".13
f Sjálfstœðu fólki sjáum við hvernig skilgreining Verzasconis, Faris og For-
emans gengur meistaralega upp og það er vafalaust leitun að íslenskri skáld-
sögu sem sýnir jafh glöggt hvernig nýta má hjátrú til að finna nýja merkingu
og sýna nútímann í nýju ljósi.
Halldór Laxness notar hjátrúna til að afhjúpa lygina sem íslenskur almúgi
hefur búið við um aldir. Hann neyðir lesandann til að horfast í augu við þá
staðreynd að í myrkrinu býr aðeins það skrímsli sem mannshugurinn skapar
en hann gerir það ekki á harkalegan hátt því hann heldur vissum efasemdum
í textanum og þannig svífa töfrarnir ávallt yfir vötnunum.
Bjartur sjálfur sem segist ekki trúa á neitt nema sjálfan sig, og kannski
sauðkindina, er fullur efasemda. Hann afhjúpar veikleika sinn í spjallinu við
Gunnvöru í upphafi bókar og einnig síðar þegar kindur hans drepast á vo-
veiflegan hátt. Skynsemi hans segir honum að þetta hljóti að vera af manna-
88
www.malogmenning.is
TMM 2000:1