Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 98
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR Svo staðráðinn er hann í ákvörðun sinni að hann getur ekki einu sinni látið það eftir Rósu konu sinni að kasta steini á dys Gunnvarar en það er trú manna að þeir sem það gera sleppi undan ásókn Gunnvarar. Rósa trúir að það muni róa Gunnvöru en Bjarti verður ekki þokað. Hann segir: . .. ég vil ekki hafa neitt dekur við afturgaungur. Ég held hún megi liggja þar sem hún er komin, kerlingargípan... Fari hún margniður- negld, helvítis kerlingin,.. ,12 Hér er kominn fyrsti fyrirboði eða váboði sögunnar. Fyrirmælum draugsins er ekki fylgt og lesandinn veit að sagan fer illa. Þjóðsagan sem sögð er í upp- hafi Sjálfstœðs fólks hefur þannig lík áhrif á lesanda og draumar og forspár í íslendingasögum. Forspáin skapar eftirvæntingu lesanda og vekur upp spurningar. Hafa tímarnir breyst? Er orðið líft á heiðarkotunum? Voru það draugar sem ráku bændur af býlum þeirra og bönuðu börnum þeirra... eða hvað? Raunsær lesandi áttar sig á að saga Kólumkilla er tvöföld. Það er ekki sögumaður Sjálfstæðs fólks sem segir söguna af Kólumkilla. Það er Reykdal- ín, einn af ættfeðrum hreppstjórans á Útirauðsmýri, sem það gerir og sú staðreynd fær lesandann til að spyrja sjálfan sig að því hvort höfundur hugsi sér að hástétt fortíðarinnar hafi í og með notað draugasögur til að slá ryki í augu lágstéttarinnar. Reykdalín kennir draugum um fátækt og ill örlög kot- unga sinna og hefur eflaust haft hag af þeirri skýringu þar sem spjótin bárust ekki að honum á meðan! Því er saga Kólumkilla tvöföld „annars vegar saga um draugagang á máli þjóðtrúar (Reykdalín), hins vegar saga á „hagnýtu“ máli sem segir okkur að hástétt liðinna alda hafi setið yfir hlut heiðar- kotunga".13 f Sjálfstœðu fólki sjáum við hvernig skilgreining Verzasconis, Faris og For- emans gengur meistaralega upp og það er vafalaust leitun að íslenskri skáld- sögu sem sýnir jafh glöggt hvernig nýta má hjátrú til að finna nýja merkingu og sýna nútímann í nýju ljósi. Halldór Laxness notar hjátrúna til að afhjúpa lygina sem íslenskur almúgi hefur búið við um aldir. Hann neyðir lesandann til að horfast í augu við þá staðreynd að í myrkrinu býr aðeins það skrímsli sem mannshugurinn skapar en hann gerir það ekki á harkalegan hátt því hann heldur vissum efasemdum í textanum og þannig svífa töfrarnir ávallt yfir vötnunum. Bjartur sjálfur sem segist ekki trúa á neitt nema sjálfan sig, og kannski sauðkindina, er fullur efasemda. Hann afhjúpar veikleika sinn í spjallinu við Gunnvöru í upphafi bókar og einnig síðar þegar kindur hans drepast á vo- veiflegan hátt. Skynsemi hans segir honum að þetta hljóti að vera af manna- 88 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.