Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 100
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR daginn að Bjarti finnst för sín vera hin háðulegasta og verst allra frétta þegar hann er spurður um ferðir sínar.16 í meðförum Halldórs verður hin gamla saga um hetjudáðir ný, goðsagan um fornkappann sem berst óragur við náttúru og forynjur og snýr aftur sem hetja til byggða öðlast nýja merkingu í frásögn Halldórs og lesandinn áttar sig á að baráttan við íslensk náttúruöfl hefur aldrei verið og mun aldrei verða neinn barnaleikur. Ég tel að frásagnarháttur Sjálfstœðs fólks fylgi meginreglu Verzasconis, Foremans og Faris um töfraraunsæi, þ.e.a.s. höfundur heldur ákveðnum trúverðugleika en blandar inn í söguna fáránleika og töfrum. En samt sem áður erum við komin að hiki Todorovs því hér hefur verið sagt beinum orð- um að raunsær lesandi hljóti af og til að hika og efast um tilvist drauganna. En hikið er samt ekki jafn snar þáttur í Sjálfstæðu fólki og þeirri sögu sem næstverður rætt um: Eftirmála regndropannae ftir Einar Má Guðmundsson. Merkingin í merkingarleysinu Eftirmáli regndropanna (1986) er þriðja bókin í þrílógíu Einars Más sem gerist í ótilgreindu Reykjavíkurhverfi. Fyrri bækurnar tvær Riddarar hring- stigans og Vængjasláttur íþakrennum fjalla um smástráka sem hafa ímynd- unaraflið að leiðarljósi en þessi strákahópur birtist einungis sem ópersónu- legur og ónafngreindur hópur í þriðju bókinni.17 Mikilvægustu persónurnar í Eftirmálanum eru nú hinir fullorðnu, m.a. Daníel prestur og Sigríður kona hans, Anton rakari og sagnaglaður söðla- smiður sem heldur brjáluð ölteiti á verkstæði sínu og þylur sögur yfir fjórtán trillukörlum og bóndanum Gunnari. „Sagnaheimur Einars er sem fyrr segir tiltekið hverfi í borg sem heitir Reykjavík, en að öðru leyti er ekki beinlínis um raunsæja borgarlýsingu að ræða. Hverfið á að standast sem heimur út af fyrir sig, heimur sem skírskotar til borgarlífs raunverunnar, en gerir það á eigin forsendum, eft ir sjálfsköpuð- um lögmálum ef svo má að orði komast. Með þessu móti er hægt að skapa úr sögusviðinu eins konar heimskerfi sem túlkar raunveruleikann á þann veg sem minnir á fornar goðsögur . . ,“18 Inn í þennan heim leiðir Einar ýmis furðuleg fyrirbæri eins og til að mynda draugagang og fyrirboða og að auki eru mörk draums og vöku mjög óljós. 1 upphafi bókarinnar ferst skip upp við ströndina og með því ferst áhöfnin öll. Frásögnin færist síðan frá áhöfn þessari sem gengur steindauð og renn- blaut á land og ásækir bæði menn og konur, til Sigríðar sem dreymir skelfi- lega drauma og þaðan til söðlasmiðsins sem heldur trillukörlunum uppi á brennivíni og lygisögum. Á meðan öllu þessu fer fram rignir í sífellu, það er 90 www.malogmennmg.is TMM 2000:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.