Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 101
TÖFRARAUNSÆI í ÍSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM dimmt, kalt og drungalegt. Lesandinn veit aldrei almennilega hvort hann er staddur í miðjum draumi Sigríðar, sem sefur meira eða minna alla bókina eða allt þar til í lokin að hún hreinlega deyr, eða hvort upplifun hans er hroll- kenndur raunveruleikinn. Eða er lesandinn kannski staddur í draumi Daní- els? Er veðurdumbungurinn og látlaust regnið í sögunni martröð hans? Það sem ýtir undir þessa túlkun er að í lok sögunnar blundar Daníel og vaknar síðan rennsveittur eftir „martraðir fullar af fjúkandi dropum og blásandi vindum“19. Er sagan kannski öll eða að hluta til martröð sem hann er nú loks að vakna frá?20 Slíkar spurningar kvikna vissulega við lestur bókarinnar, þ.e. lesandinn hikar og upplifir efa. Veðurgnýrinn ýtir undir efasemdir hans og ruglar hann í ríminu, skil dags og nætur eru óljós og við slík skilyrði er hætt við að skilningarvitin bregðist og ímyndunaraflinu vaxi fiskur um hrygg, rétt eins og gerðist í myrkrinu í torfbæjunum forðum daga. Raunsær lesandi myndi e.t.v. túlka söguna þannig, þ.e. skella skuldinni á myrkrið og fáfræðina en ég tel að sögu Einars beri að skoða á annan hátt. Hvernig er arfurinn vakinn til lífsins? Yfirleitt birtist hann okkur í brota- kenndum myndum og þá kannski fyrst og síðast í gegnum frásagnir söðla- smiðsins af hrakningum og ofurmennum. Söðlasmiðurinn situr í miðju ffásagnarinnar eins og sögumenn gerðu gjarnan og miðlar hlustendum af óþrjótandi sagnabrunni sínum. Það sem hins vegar greinir sögumann Einars ff á hinum fornu sögumönnum er að úrvinnsla Einars er írónísk. Hinn forni sögumaður er fullur visku og hann hjálpar áheyrendum að skilja hlutverk sitt og stöðu í heiminum. Hann leiðbeinir, upplýsir og ffæðir og færir rök fyrir því að maðurinn geti nálgast sjálfan sig í gegnum fortíðina. Sögur hans eru rökfastar með upphafi, miðju og endi og fá áheyrandann til að hugsa, skilja og skilgreina21. Sögur söðlasmiðsins eru af allt öðrum toga. Þær flæða hver inn í aðra án upphafs, endis eða skiljanlegra skírskotana og áheyrenda- hópurinn er skilinn effir í fullkomnu ráðaleysi. Þegar áheyrendur dirfast að spyrja út í smáatriði til að glöggva sig betur á frásögninni svelgist söðla- smiðnum á ölinu og hann reiðist. Sögur hans eru ekki til fróðleiks, þær eru samhengislaust fylleríisröfl sem fullnægir aðeins athyglisþörf sögumannsins. Áheyrendur þurfa ekki að skilja, þeir eiga bara að hlusta. Á yfirborðinu felur ferðalag söðlasmiðsins inn í fortíðina í sér tilraun til að nálgast rætur mannsins og sameiginlegan arf en þegar allt kemur til alls eru aðstæður óreiðukenndar og áheyrendur engu nær. Þannig eru sögur söðla- smiðsins algjör merkingarleysa og sýna lesandanum fram á hversu langt fólkið sem Einar lýsir er komið frá uppruna sínum, frá hafmu og jörðinni sem nærir það. í stað þess að finna merkingu í fortíðinni og færa hana yfir til nútímans, eins og algengt er í töfraraunsæi, snýr Einar dæminu við. Með TMM 2000:1 www.malogmenning.is 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.