Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 102
SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR kaótískri tilvísun í þjóðsögur og hjátrú birtist nútíminn okkur sem auðn og tóm. Tengslin við náttúruna eru glötuð, nútíminn er ófullnægjandi stein- steypuauðn. Og draugarnir styrkja þessa mynd enn frekar. í grein sinni „Magical Romance/Magical Realism: Ghosts in U.S. and Lat- in American Fiction“ bendir Lois Parkinson Zamora á að bókmenntalegir draugar gegni alltaf ákveðnu hlutverki. Sumir draugar gegna því hlutverki að leiða í ljós yfirskilvitlegan sannleika, eru sýnileg eða heyranleg tákn andans - guðs. Aðrir koma ffam til að minna á glæpi, grimmd eða erfiðleika og draga horfnar fjölskyldur eða samfélög fram í dagsljósið. Þeir vekja til lífsins eitt- hvað sem hefur verið bælt en má ekki gleymast og hvetja menn til að endurnýja sinn forna arf eða jafnvel til að hefna ógoldinna skulda. Þannig eru þeir nokkurs konar leiðsögumenn nútímamannsins inn í fortíðina.22 Þegar draugar Einars Más eru skoðaðir má sjá að mjög djúpt er á þeim skilaboðum sem þeim er ætlað að flytja. Þau skilaboð, ef nokkur eru, glatast í galsafengnu kvennafari drauganna og stjórnlausu ráfi, draugarnir eru bara enn ein viðbótin við þennan innihaldslausa heim þar sem fólk nær ekki sam- an og er ekki fært um að lifa og leika sér. Þannig eru þeir yfirnáttúrulegu at- burðir sem einkenna töffaraunsæi Einars Más fullir merkingarleysis en þess ber að gæta að merkingarleysið felur í sér vissa merkingu - kannski hvatn- ingu til nútímamannsins um að gæta að sér og hlúa betur að arfi sínum og menningu. Draugar með hlutverk í Grandavegi 7eftir Vigdísi Grímsdóttur sem út kom árið 1994 gegna draug- ar einnig stóru hlutverki en ólíkt tilvist drauganna í Eftirmála regndropanna hafa þeir ákveðnar sögur að segja og þær sögur miðla visku og þekkingu til lesandans og/eða Einfríðar, aðalpersónu bókarinnar. Eins og þeir vita sem lesið hafa bækur Vigdísar eru viðfangsefni hennar mörg og margvísleg og við fýrstu sýn virðast þau vera afar ólík. í Kaldaljósi (1987) er aðalpersónan lítill drengur sem verður fyrir óbætanlegum missi, Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón (1989) fjallar um ísbjörgu, glæsikvendi á glapstig- um. Stúlkan ískóginum (1992) tekur á samskiptum listakonu og undirmáls- manneskju og eignarrétti höfundar á sköpunarverki sínu og í Z-ástarsögu (1996) er ástarsamband tveggja lesbískra kvenna í brennidepli. En þegar grannt er skoðað sést að Vigdís slær alltaf á sömu strengi. Eitt af höfundareinkennum hennar er að láta persónurnar lifa í tveimur heimum, annars vegar í heimi manna, hins vegar í lokuðum draumaheimi þangað sem persónurnar sækja sér styrk þegar veruleikinn verður of sár og yfirþyrm- andi. 92 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.