Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 107
TÖFRARAUNSÆI í tSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM
Til eru margar útgáfur af sköpun gólemsins eins og Marie Héléne Huet
bendir á í grein sinni Misconceptions29 en hún segir að orðið gólem sem birt-
ist á einum stað í Biblíunni og í mörgum rabbíniskum textum vísi til sálar-
lauss, ómyndaðs efnis. Á vissu stigi sköpunarinnar er talað um Adam sem
„gólem“, þ.e. sem formlaust efni og hann verður ekki að manni fyrr en guð
blæs í hann lífi. Gyðinglegar goðsögur gera ráð fyrir að hægt sé að endurtaka
sköpun Adams en aðeins í takmörkuðum mæli og þá aðeins af upplýstum
rabbínum. Til eru nokkrar mismunandi útgáfur af aðferðum sem nota skal
til að blása lífi í ómyndað efhi en ein er sú að búið sé til úr leir líkneski af
manni sem vaknar til lífsins þegar hebreska orðið „emet“ (sannleikur) er rit-
að á enni hans. Ef fyrsti stafurinn er þurrkaður burt stendur eftir orðið „met“
sem þýðir „hann er dauður“ og þar með er góleminu útrýmt. Samkvæmt
elstu sögnum hefur gólemið hvorki mál né sál þar sem það er skapað af
mannahöndum og því felur eyðing þess ekki í sér morð.
Goðsagan um gólemið hefur löngum heillað manninn og um miðja 19.
öldina varð t.d. ör útbreiðsla á vinsælum sögum af R. Leow og sköpun hans á
gólemi. Leowþessi eða Lowe var frægur rabbíni í Prag á 16. öld og segir sagan
að hann hafi haft persónuleg afskipti af gyðingaofsóknum Rudólfs II. keis-
ara. Lowe á að hafa skapað gólem til að vernda gyðingasamfélagið í Prag og
segja sumar sögur að gólemið hafi verið vingjarnlegt og hjálpsamt en aðrar
að það hafi verið stjórnlaus skepna knúið áfram af hefndarþorsta og
eyðingarþrá.30
Sögurnar af Lowe hefur Sjón örugglega haft til hliðsjónar við ritun sína á
Augu þín sáu migen gyðingurinn hans heitir einmitt Löwe. Þótt hann skapi
ekki sitt gólem til að vernda gyðinga felur sköpunin í sér þrá Löwes til að við-
halda sinni eigin sögu og um leið sögu forfeðranna, sögu hinna ofsóttu gyð-
inga. Og af því að gólemið er hnoðað úr líkamshlutum og líkamsvessum
gyðingsins, er í raun fætt af karlmanninum en ekki konunni ber það í sér eig-
inleika föðurins fyrst og ffernst, er eftirmynd hans og algjör framlenging. En
munurinn á gólemi Sjóns og hinu goðsögulega gólemi er sá að það hlýtur
bæði sál og mál, verður að manneskju sem bæði hugsar og talar, kannski
vegna afskipta konunnar og ástarinnar sem hún innleiðir bæði í líf þess og
gyðingsins. Þannig getur gólemið borið áfram í sér þrá gyðingsins, drauma
og minningar. Og gólemið, sögumaðurinn, er einmitt tákn fyrir nýtt upphaf
og nýja tíma því það rýfur þá kyrrstöðu og stöðnun sem í lok sögunnar ríkir í
smábænum Kukenstadt og siglir út úr sögunni og því andrúmslofti eyðingar
og grimmdar sem þar ríkir.
Sú leið sem Sjón fer til að sýna og brjóta upp kyrrstöðu er vissulega
óvenjuleg og þá er ég ekki bara að vísa til sköpunar gólemsins. Á einu sviði
sögunnar berjast englar og djöflar um völdin og þeirri viðureign lýkur með
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
97